Heimsins ráð sem brugga vondir menn Þórlindur Kjartansson skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar maður kafar örlítið undir yfirborðið í sögu þjóða kemur auðvitað oft í ljós að hinn stóri sannleikur er örlítið gruggugri og óvissari heldur en maður ætlaði í fyrstu. Þetta getur verið viðkvæmt mál, eins og Guðni forseti komst að í framboði sínu þegar því var haldið hastarlega gegn honum að hafa skoðað með gagnrýnum fræðimannsaugum ýmsar hliðar þorskastríðsins, sem ekki voru allar baðaðar í sama hetjuljóma og okkur finnst notalegastur. Sumar sögur eru svo rótgrónar í sjálfsmynd manna og þjóða að því er tekið sem sérstakri móðgun ef einhver dirfist að skoða þær út frá nýjum hliðum eða efast um að undirstöðurnar séu traustar. Og í mörgum tilvikum er það líka allt í lagi að leyfa hinum ónákvæmu en háleitu frásögnum að vera í friði fyrir gaumgæfilegri naflaskoðun og úrtölum.Sjálfsmynd og ímynd Fáum þjóðum hefur tekist að innræta, í sjálfum sér og öðrum, aðra eins háleita hugmynd eins og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru frelsi og tækifæri; ameríski draumurinn þar sem allir geta með dugnaði, harðfylgi og heppni náð að bæta stöðu sína í lífinu. Þessi hugmynd um Bandaríkin er ekki bara inngreipt í heimafólk, heldur stóran hluta heimsbyggðinnar. Þetta er auðvitað ástæða þess að fátækt fólk frá ýmsum heimshornum hefur alið með sér þann draum að komast til Ameríku og láta drauma sína rætast. Þessir draumar eru misjafnir en fyrir fólk sem á lítið undir sér snúast þeir oftast ekki um mikið meira heldur en að losna undan oki, ofbeldi, fátækt og óöryggi og geta búið sjálfum sér og fjölskyldum sínum sæmilega friðsælt og tíðindasnautt líf. Þetta fólk vill finna sér leið til þess að gagnast samfélaginu, vinna sér inn tekjur, láta aðra í friði og vera vonandi sjálfir látnir í friði. Það er alltof sumt. Þetta er ameríski draumurinn sem allir Bandaríkjamenn—og ekki síst leiðtogar landsins hafa í gegnum tíðina verið svo ósköp stoltir af. Ameríska martröðin En núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki mikill áhugamaður um drauma venjulegs fólks. Þvert á móti er ekki hægt að túlka hegðun hans öðruvísi en svo að hann sé vísvitandi að skapa martraðakennt ástand alls staðar þar sem hann getur. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi hina ómanneskjulegu stefnu sem hann stóð fyrir á landamærunum við Mexíkó þar sem því úrræði var viljandi beitt að hrifsa börn úr örmum foreldra sinna og koma þeim fyrir í búrum. Grimmdin er nánast áþreifanleg—og það er einfaldlega erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér í hugarlund að til sé fólk sem er svo illa innrætt að það hrindi í framkvæmd stefnu beinlínis í þeim tilgangi að framkalla þessa stöðu. En þannig fólk er til og þess konar ráð bruggar það um þessar mundir í Washington. Það sem er einna ískyggilegast við þessa hryllilegu stefnu Bandaríkjaforseta er að líklega var tilgangurinn einmitt sá að undirstrika og auglýsa fyrir alþjóð og heiminum öllum að valdhafar í Washington séu svo sannarlega tilbúnir til þess að ganga lengra en nokkurn óraði í miskunnarleysi sínu ef þeim er ögrað. Mörgum brá nefnilega í brún þegar Trump sagði margítrekað í kosningabaráttu sinni að honum fyndist að það ætti að drepa saklaus börn og fjölskyldur hryðjuverkamanna. Flestir töldu að hann gæti ekki verið að meina þetta. Og þegar hann og hirðin hans hafa áður talað um að það gæti verið snjöll hugmynd að rífa börn af ólöglegum innflytjendum, þá datt fæstum í hug að þeir væru að meina það. En því miður, þá getur verið að þessi óhugnaður sé meðal þess örfáa sem Trump segir og meinar raunverulega. Vegurinn til endurlausnar Bandaríkin eru í algjöru öngstræti með sinn forseta og rotnu stjórnmálamenningu. Þótt maður vildi gjarnan að Ísland gæti eitthvað gert til þess að hafa áhrif á þann mann þá er það óraunhæft. Það er einungis bandaríska þjóðin sjálf sem getur bjargað heimsbyggðinni undan þeirri sturlun og firringu sem virðist hafa gripið um sig í stjórnmálunum þar. Trump var ekki kosinn á grundvelli háleitra hugmynda heldur lágkúrulegrar dýrkunar á auði og ofbeldi. En sem betur eru háleitari leiðarstjörnur ennþá sjáanlegar á himinfestingunni; frelsi allra til þess að eltast við lífshamingjuna er nefnilega hugmynd sem er svo harðkóðuð í bandarísku þjóðarsálina að hún hlýtur á endanum að bera ofurliði þá tímabundnu sturlun sem kjósendur hafa kallað yfir sig. Þótt það sé fjölmargt sem bendir til þess að Bandaríkin standi illa undir þeim fallegu sögum sem þjóðin vill trúa um sjálfa sig þá eru þær samt ekki ónýtar. Það er nefnilega einmitt í gegnum hinar háleitu hugsjónir sem vegurinn til endurlausnar liggur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar maður kafar örlítið undir yfirborðið í sögu þjóða kemur auðvitað oft í ljós að hinn stóri sannleikur er örlítið gruggugri og óvissari heldur en maður ætlaði í fyrstu. Þetta getur verið viðkvæmt mál, eins og Guðni forseti komst að í framboði sínu þegar því var haldið hastarlega gegn honum að hafa skoðað með gagnrýnum fræðimannsaugum ýmsar hliðar þorskastríðsins, sem ekki voru allar baðaðar í sama hetjuljóma og okkur finnst notalegastur. Sumar sögur eru svo rótgrónar í sjálfsmynd manna og þjóða að því er tekið sem sérstakri móðgun ef einhver dirfist að skoða þær út frá nýjum hliðum eða efast um að undirstöðurnar séu traustar. Og í mörgum tilvikum er það líka allt í lagi að leyfa hinum ónákvæmu en háleitu frásögnum að vera í friði fyrir gaumgæfilegri naflaskoðun og úrtölum.Sjálfsmynd og ímynd Fáum þjóðum hefur tekist að innræta, í sjálfum sér og öðrum, aðra eins háleita hugmynd eins og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru frelsi og tækifæri; ameríski draumurinn þar sem allir geta með dugnaði, harðfylgi og heppni náð að bæta stöðu sína í lífinu. Þessi hugmynd um Bandaríkin er ekki bara inngreipt í heimafólk, heldur stóran hluta heimsbyggðinnar. Þetta er auðvitað ástæða þess að fátækt fólk frá ýmsum heimshornum hefur alið með sér þann draum að komast til Ameríku og láta drauma sína rætast. Þessir draumar eru misjafnir en fyrir fólk sem á lítið undir sér snúast þeir oftast ekki um mikið meira heldur en að losna undan oki, ofbeldi, fátækt og óöryggi og geta búið sjálfum sér og fjölskyldum sínum sæmilega friðsælt og tíðindasnautt líf. Þetta fólk vill finna sér leið til þess að gagnast samfélaginu, vinna sér inn tekjur, láta aðra í friði og vera vonandi sjálfir látnir í friði. Það er alltof sumt. Þetta er ameríski draumurinn sem allir Bandaríkjamenn—og ekki síst leiðtogar landsins hafa í gegnum tíðina verið svo ósköp stoltir af. Ameríska martröðin En núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki mikill áhugamaður um drauma venjulegs fólks. Þvert á móti er ekki hægt að túlka hegðun hans öðruvísi en svo að hann sé vísvitandi að skapa martraðakennt ástand alls staðar þar sem hann getur. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi hina ómanneskjulegu stefnu sem hann stóð fyrir á landamærunum við Mexíkó þar sem því úrræði var viljandi beitt að hrifsa börn úr örmum foreldra sinna og koma þeim fyrir í búrum. Grimmdin er nánast áþreifanleg—og það er einfaldlega erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér í hugarlund að til sé fólk sem er svo illa innrætt að það hrindi í framkvæmd stefnu beinlínis í þeim tilgangi að framkalla þessa stöðu. En þannig fólk er til og þess konar ráð bruggar það um þessar mundir í Washington. Það sem er einna ískyggilegast við þessa hryllilegu stefnu Bandaríkjaforseta er að líklega var tilgangurinn einmitt sá að undirstrika og auglýsa fyrir alþjóð og heiminum öllum að valdhafar í Washington séu svo sannarlega tilbúnir til þess að ganga lengra en nokkurn óraði í miskunnarleysi sínu ef þeim er ögrað. Mörgum brá nefnilega í brún þegar Trump sagði margítrekað í kosningabaráttu sinni að honum fyndist að það ætti að drepa saklaus börn og fjölskyldur hryðjuverkamanna. Flestir töldu að hann gæti ekki verið að meina þetta. Og þegar hann og hirðin hans hafa áður talað um að það gæti verið snjöll hugmynd að rífa börn af ólöglegum innflytjendum, þá datt fæstum í hug að þeir væru að meina það. En því miður, þá getur verið að þessi óhugnaður sé meðal þess örfáa sem Trump segir og meinar raunverulega. Vegurinn til endurlausnar Bandaríkin eru í algjöru öngstræti með sinn forseta og rotnu stjórnmálamenningu. Þótt maður vildi gjarnan að Ísland gæti eitthvað gert til þess að hafa áhrif á þann mann þá er það óraunhæft. Það er einungis bandaríska þjóðin sjálf sem getur bjargað heimsbyggðinni undan þeirri sturlun og firringu sem virðist hafa gripið um sig í stjórnmálunum þar. Trump var ekki kosinn á grundvelli háleitra hugmynda heldur lágkúrulegrar dýrkunar á auði og ofbeldi. En sem betur eru háleitari leiðarstjörnur ennþá sjáanlegar á himinfestingunni; frelsi allra til þess að eltast við lífshamingjuna er nefnilega hugmynd sem er svo harðkóðuð í bandarísku þjóðarsálina að hún hlýtur á endanum að bera ofurliði þá tímabundnu sturlun sem kjósendur hafa kallað yfir sig. Þótt það sé fjölmargt sem bendir til þess að Bandaríkin standi illa undir þeim fallegu sögum sem þjóðin vill trúa um sjálfa sig þá eru þær samt ekki ónýtar. Það er nefnilega einmitt í gegnum hinar háleitu hugsjónir sem vegurinn til endurlausnar liggur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun