Kári Arnór fær 24 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 15:43 Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00
Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21
Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59