Kári Arnór fær 24 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 15:43 Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00
Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21
Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent