Smellu RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli?
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar