Samsung opnar stærstu símaverksmiðju heims Atli Ísleifsson skrifar 9. júlí 2018 12:58 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun. Vísir/Epa Suður-kóreski tæknirisinn Samsung opnaði í morgun það sem fyrirtækið segir vera stærstu símaverksmiðju heims í Noida í Indlandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun, en hana er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí. Fyrirtækið vonast að með þessu verði hægt að draga úr framleiðslukostnaði, en síðustu misserin hefur kostnaður við framleiðslu síma víða annars staðar aukist, meðal annars í Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Samsung vonast einnig til að geta betur keppt við kínverska símaframleiðandann Xiaomi sem varð stærsta fyrirtækið á indverskum símamarkaði fyrr á árinu. Reiknað er með að um 15 þúsund störf skapist í tengslum við opnun verksmiðjunnar. Modi og ríkisstjórn hans hefur komið á tollum á innflutningi ákveðinna varahluta, sem notaðir eru við framleiðslu sína, með það að markmiði að gera Indland að helsta símaframleiðsluríki heims og þannig skapa ný störf. Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Suður-kóreski tæknirisinn Samsung opnaði í morgun það sem fyrirtækið segir vera stærstu símaverksmiðju heims í Noida í Indlandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun, en hana er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí. Fyrirtækið vonast að með þessu verði hægt að draga úr framleiðslukostnaði, en síðustu misserin hefur kostnaður við framleiðslu síma víða annars staðar aukist, meðal annars í Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Samsung vonast einnig til að geta betur keppt við kínverska símaframleiðandann Xiaomi sem varð stærsta fyrirtækið á indverskum símamarkaði fyrr á árinu. Reiknað er með að um 15 þúsund störf skapist í tengslum við opnun verksmiðjunnar. Modi og ríkisstjórn hans hefur komið á tollum á innflutningi ákveðinna varahluta, sem notaðir eru við framleiðslu sína, með það að markmiði að gera Indland að helsta símaframleiðsluríki heims og þannig skapa ný störf.
Tækni Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira