Landsliðsþjálfarinn liggur áfram undir feldi Hjörvar Ólafsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 Heimir hefur enn ekkert gefið upp um hvort hann verður áfram með landsliðið. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kvaðst vilja taka sér eina til tvær vikur til þess að hugsa málin hvað varðar framtíð sína eftir að liðið tapaði fyrir Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Samningur Heimis við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var til loka heimsmeistaramótsins og nú er spurning hvað gerist í þjálfaramálum liðsins í framhaldinu. KSÍ er ekki búið að setja neinn tímaramma á ákvörðun Heimis að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. „Það er í raun fátt að frétta og staðan enn sú sama. Það er að við séum að gefa Heimi andrými til þess að hugsa málið og við erum að kortleggja stöðuna. Ég get ekki sagt meira á þessum tímapunkti. Við höfum ekki sett neinn tímaramma eða pressu, en þetta skýrist líklega á einhvern hátt í næstu viku,“ sagði Guðni þegar Fréttablaðið tók stöðuna á viðræðum við Heimi í gær. Næsta verkefni íslenska liðsins er fyrsti leikur í Þjóðadeildinni sem er ný keppni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur settur á laggirnar. Hefur Ísland leik gegn Sviss ytra þann 6. september næstkomandi en ásamt Sviss er Belgía með Íslandi í riðli. Leiða má líkur að því að góður árangur íslenska landsliðsins undanfarin ár hafi vakið áhuga á kröftum Heimis og honum standi til boða fleiri verkefni en að halda áfram þjálfun íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kvaðst vilja taka sér eina til tvær vikur til þess að hugsa málin hvað varðar framtíð sína eftir að liðið tapaði fyrir Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn í síðustu viku. Samningur Heimis við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var til loka heimsmeistaramótsins og nú er spurning hvað gerist í þjálfaramálum liðsins í framhaldinu. KSÍ er ekki búið að setja neinn tímaramma á ákvörðun Heimis að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. „Það er í raun fátt að frétta og staðan enn sú sama. Það er að við séum að gefa Heimi andrými til þess að hugsa málið og við erum að kortleggja stöðuna. Ég get ekki sagt meira á þessum tímapunkti. Við höfum ekki sett neinn tímaramma eða pressu, en þetta skýrist líklega á einhvern hátt í næstu viku,“ sagði Guðni þegar Fréttablaðið tók stöðuna á viðræðum við Heimi í gær. Næsta verkefni íslenska liðsins er fyrsti leikur í Þjóðadeildinni sem er ný keppni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur settur á laggirnar. Hefur Ísland leik gegn Sviss ytra þann 6. september næstkomandi en ásamt Sviss er Belgía með Íslandi í riðli. Leiða má líkur að því að góður árangur íslenska landsliðsins undanfarin ár hafi vakið áhuga á kröftum Heimis og honum standi til boða fleiri verkefni en að halda áfram þjálfun íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira