Sérstök karla- og kvennaklósett munu brátt heyra sögunni til hjá Reykjavíkurborg Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 14:48 Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar.. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að gerð verði úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. „Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma. Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd,“ segir í fréttinni. Að neðan má sjá sérstaka bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira
Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að gerð verði úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. „Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma. Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd,“ segir í fréttinni. Að neðan má sjá sérstaka bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira