Trump segir „allt í fína“ með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:55 Fundurinn í Montana í gærkvöldi var að nafninu til ætlað að styðja frambjóðanda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump fór hins vegar um víðan völl í ræðu sinni eins og vanalega. Vísir/Getty Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna. Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna.
Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26