Stóra myndin Hörður Ægisson skrifar 6. júlí 2018 10:00 Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar ætla seint að bera gæfu til þess að draga réttan lærdóm af hagsögunni. Laun hafa síendurtekið verið hækkuð langt umfram framleiðni í hagkerfinu og niðurstaðan hefur að lokum ávallt verið hin sama. Ójafnvægið sem myndast er leiðrétt með gengisfalli, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Þótt ekki hafa vantað fögur fyrirheit hjá aðilum vinnumarkaðarins um að forðast þetta þekkta stef – stundum kallað höfrungahlaup – þá er vandinn sá, eins og hefur opinberast um þessar mundir í kjaradeilu ljósmæðra, að allir launþegahópar eru á sama tíma þeirrar skoðunar að það þurfi aðeins að „leiðrétta“ þeirra laun. Framhaldið þekkja síðan allir. Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir. Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur. Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum. Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar