Ég kann alveg á blautarann Þórlindur Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun