Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 13:49 Útibú Danske bank í Tallín, höfuðborg Eistlands, sem talið er hafa verið notað fyrir umfangsmikið peningaþvætti. Vísir/EPA Viðskiptaráðherra Danmerkur vill leiða í ljós hversu mikið Danske bank hagnaðist á peningaþvætti í gegnum útibú sitt í Eistlandi og leggja hald á ágóðann. Ný gögn benda til þess að bankinn hafi þvegið allt að 53 milljarða danskra króna sem komu frá Rússlands, Aserbaídjan og Moldavíu. Mál Danske bank er sagt stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibúið í Eistlandi virðist hafa verið notað til þess að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum frá löndunum þremur. Upplýst var á þriðjudag að málið væri enn umfangsmeira en áður hefur komið fram, að sögn Bloomberg. Alls gætu 53 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 890 milljarða íslenskra króna, hafa verið þvegnar í útbúinu, um tvöfalt meira en áður var talið. Rasmus Jarlov, viðskiptaráðherra, segir að fjármálaeftirlit landsins ætli að hefja nýja rannsókn á Danske bank vegna málsins. Fjármálaeftirlitið varaði bankann við því að eftirliti hans með hverjir viðskiptavinir hans væru raunverulega væri ábótavant þegar árið 2012. Sjálfur vill Jarlov finna út úr því hversu mikið fé fór í gegnum útibúið. „Það er lykilatriði að komast að því hversu mikill hagnaður varð af þvættinu. Það er augljóslega ekki ásættanlegt að háar fjárhæðir hafi verið græddar á því að þvo fé og að það fé sé enn hjá Danske bank. Þetta særir réttlætiskennd mína og allra annarra,“ sagði Jarlov að sögn Jótlandspóstsins.Margföld ávöxtun af starfseminni Forsaga málsins er sú að útibú Danske bank í Eistlandi bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavina útibúsins komu frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar, þar á meðal löndum eins og Rússlandi, Moldavíu og Aserbaídsjan. Allt að 400% ávöxtun varð af fjármagni sem bankinn setti í viðskipti við útlendinga í útibúinu í Eistlandi árið 2013. Heildarávöxtun af starfsemi bankans var á sama tíma tæp 7%. Yfirmenn bankans eru sagðir hafa vitað af því mögulegt væri að útibúið væri notað til að fela uppruna fjár en þeir aðhöfðust ekkert þar til þeir fengu upplýsingar um það frá uppljóstrara árið 2013. Innri rannsókn er í gangi hjá bankanum sem á að ljúka í september. Frönsk yfirvöld rannsökuðu einnig athæfi Danske bank en þeim hluta rannsóknarinn sem lýtur að bankanum er lokið. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptaráðherra Danmerkur vill leiða í ljós hversu mikið Danske bank hagnaðist á peningaþvætti í gegnum útibú sitt í Eistlandi og leggja hald á ágóðann. Ný gögn benda til þess að bankinn hafi þvegið allt að 53 milljarða danskra króna sem komu frá Rússlands, Aserbaídjan og Moldavíu. Mál Danske bank er sagt stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibúið í Eistlandi virðist hafa verið notað til þess að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum frá löndunum þremur. Upplýst var á þriðjudag að málið væri enn umfangsmeira en áður hefur komið fram, að sögn Bloomberg. Alls gætu 53 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 890 milljarða íslenskra króna, hafa verið þvegnar í útbúinu, um tvöfalt meira en áður var talið. Rasmus Jarlov, viðskiptaráðherra, segir að fjármálaeftirlit landsins ætli að hefja nýja rannsókn á Danske bank vegna málsins. Fjármálaeftirlitið varaði bankann við því að eftirliti hans með hverjir viðskiptavinir hans væru raunverulega væri ábótavant þegar árið 2012. Sjálfur vill Jarlov finna út úr því hversu mikið fé fór í gegnum útibúið. „Það er lykilatriði að komast að því hversu mikill hagnaður varð af þvættinu. Það er augljóslega ekki ásættanlegt að háar fjárhæðir hafi verið græddar á því að þvo fé og að það fé sé enn hjá Danske bank. Þetta særir réttlætiskennd mína og allra annarra,“ sagði Jarlov að sögn Jótlandspóstsins.Margföld ávöxtun af starfseminni Forsaga málsins er sú að útibú Danske bank í Eistlandi bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavina útibúsins komu frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar, þar á meðal löndum eins og Rússlandi, Moldavíu og Aserbaídsjan. Allt að 400% ávöxtun varð af fjármagni sem bankinn setti í viðskipti við útlendinga í útibúinu í Eistlandi árið 2013. Heildarávöxtun af starfsemi bankans var á sama tíma tæp 7%. Yfirmenn bankans eru sagðir hafa vitað af því mögulegt væri að útibúið væri notað til að fela uppruna fjár en þeir aðhöfðust ekkert þar til þeir fengu upplýsingar um það frá uppljóstrara árið 2013. Innri rannsókn er í gangi hjá bankanum sem á að ljúka í september. Frönsk yfirvöld rannsökuðu einnig athæfi Danske bank en þeim hluta rannsóknarinn sem lýtur að bankanum er lokið.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00