Íþróttasamband fatlaðra hélt í gær blaðamannafund í höfuðstöðvum Toyota er kynnt var hvaða íþróttamenn myndu fara á EM í ár.
Þetta sumarið telur hópurinn tólf keppendur; sex í sundi og sex í frjálsum íþrótta. Í sundi verður keppt í Dublin 13.-19. ágúst en í frjálsunum verður það í Berlín frá 20.-26. ágúst.
Þaulreyndir keppendur eins og Helgi Sveinsson eru á sínum stað en Helgi er á leiðinni á sitt fjórða EM og nínuda stórmót. Helgi er spjótkastari.
Það sem vekur mesta athygli að Jón Margeir Sverrisson keppir nú í frjálsum íþróttum. Jón Margeir er margverðlaunaður sundmaður en hann keppir nú á sínu fyrsta stórmóti í frjálsum.
Frjálsíþróttaferill hans hefur byrjað af miklum krafti því fyrr á árinu varð hann þrefaldur Íslandsmeistaramóti fatlaðra innanhúss sem haldið var í Laugardal. Hann er fyrsti sem keppir á stórmóti í sundi og frjálsum síðan Geir Sverrisson gerði það.
Hér að neðan má sjá alla keppendur Íslands sem keppa á EM og hópmynd af þeim hér að ofan.
Sund:
Róbert Ísak Jónsson
Guðfinnur Karlsson
Hjörtur Már Ingvarsson
Már Gunnarsson
Sonja Sigurðardóttir
Thelma Björg Björnsdóttir
Frjálsar:
Helgi Sveinsson
Patrekur Andrés Axelsson
Jón Margeir Sverrisson
Hulda Sigurjónsdóttir
Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir
Margverðlaunaður sundmaður keppir nú á EM í frjálsum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



