H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:00 Hægst hefur á sölu H&M frá opnun í ágúst. Fréttablaðið/Andri Marínó Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðastliðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágústmánaðar en önnur verslun keðjunnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tímabili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu H&M Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðastliðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágústmánaðar en önnur verslun keðjunnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tímabili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15