Telur ákvörðun PFS marka tímamót á fjarskiptamarkaði Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 10:29 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Vísir/GVA Forstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur telur að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög marki tímamót í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Mikilvægt sé fyrir neytendur að brotum Símans ljúki sem fyrst. PFS tilkynnti um þá ákvörðun sína að Síminn hefði brotið lög með því að beina viðskiptum ólínulegrar dagskrár Sjónvarps Símans til Mílu, dótturfélags síns í gær. Síminn stöðvaði dreifingu á tímaflakki og frelsi hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum í október árið 2015. Síðan þá hefur þjónustan aðeins verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu í gegnum net Mílu. Sýn, móðurfélag Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til PFS. Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins en hámarks sektarupphæð samkvæmt lögum er tíu milljónir. Í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að mikilvægt sé að lögbroti Símans linni og neytendur fái að njóta valfrelsis sem fjölmiðlalögum er ætlað að tryggja þeim. Niðurstaða PFS stuðli að meiri samkeppni sem neytendur njóti góðs af. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun PFS væri skaðleg fyrir samkeppni á markaði og ynni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, sagði að fyrirtækið ætlaði að kanna hvort það ætti rétt á skaðabótum vegna brots Símans. Sagði hann niðurstöðuna sigur fyrir neytendur.Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur telur að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög marki tímamót í samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Mikilvægt sé fyrir neytendur að brotum Símans ljúki sem fyrst. PFS tilkynnti um þá ákvörðun sína að Síminn hefði brotið lög með því að beina viðskiptum ólínulegrar dagskrár Sjónvarps Símans til Mílu, dótturfélags síns í gær. Síminn stöðvaði dreifingu á tímaflakki og frelsi hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum í október árið 2015. Síðan þá hefur þjónustan aðeins verið í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu í gegnum net Mílu. Sýn, móðurfélag Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til PFS. Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins en hámarks sektarupphæð samkvæmt lögum er tíu milljónir. Í tilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að mikilvægt sé að lögbroti Símans linni og neytendur fái að njóta valfrelsis sem fjölmiðlalögum er ætlað að tryggja þeim. Niðurstaða PFS stuðli að meiri samkeppni sem neytendur njóti góðs af. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun PFS væri skaðleg fyrir samkeppni á markaði og ynni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, sagði að fyrirtækið ætlaði að kanna hvort það ætti rétt á skaðabótum vegna brots Símans. Sagði hann niðurstöðuna sigur fyrir neytendur.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15