Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 10:00 Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. Frammistaða Hannesar á HM í Rússlandi, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, opnaði augu manna hjá aserska félaginu og þeir buðu Hannes samning. Hannes var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi þessa stóru ákvörðun sína að semja við lið í fjarlægu landi. „Nýtt lið og nýtt ævintýri. Þetta verður eitthvað,“ sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtalinu í Bítinu í morgun en hvernig kom þetta til? „Eins og gengur og gerist í þessum fótboltaheimi þá er einhver látinn vita af því þegar lið hefur áhuga á manni. Svo tala menn saman og þetta fer fram og til baka. Á endanum kemur í ljós að það sé alvara í þessu og þá fer maður að skoða þetta. Því meira sem ég skoðaði þetta því betur leist okkur á þetta,“ sagði Hannes sem á eiginkonu og tvö börn. Hann er því að taka upp alla fjölskylduna sem var búin að koma sér vel fyrir í Danmörku.Hannes Þór Halldórsson fagnar á HM.Vísir/GettyVar erfið ákvörðun „Þetta er erfið ákvörðun að taka því okkur líður vel þar sem við erum og við höfum það mjög gott. Það eru margir plúsar í þessu. Þetta er besta liðið í landinu og er búið að vinna titilinn fimm ár í röð,“ sagði Hannes og hélt áfram. „Liðið var í Meistaradeildinni í fyrra og að spila í Meistaradeildinni er einn af þessum draumum sem maður hefur og ég væri til í að haka við á þessum fótboltaferli. Ég held að þetta sé minn besti möguleiki ef ég á að spila einhvern tímann í Meistaradeildinni,“ sagði Hannes. „Þetta er flott lið sem sló út FC Kaupmannahöfn í fyrra. Ég held að ég sé að fara upplifa umgjörð og annað slíkt á öðru stigi heldur en ég hef áður kynnst. Fótboltalega séð þá er þetta virkilega spennandi en þá þarf að skoða aðstæður, borgina og landið því ég er með fjölskyldu og börn,“ sagði Hannes og það gerði hann með konunni sinni. „Við fórum vel í gegnum þann pakka en allir sem maður spurði töluðu virkilega vel um þessa borg. Útlendingunum í Bakú líður rosalega vel þarna og vilja helst ekki fara. Hvar sem maður kemur niður fæti þá gefa allir þessu toppeinkunn. Við ákváðum að þetta væri nógu spennandi til þess að prófa þetta,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver vítið frá Lionel Messi.Vísir/GettyLið sem lifir svolítið fyrir þessi Evrópukvöld Liðið hafði samband við Hannes eftir heimsmeistarakeppnina en verður Hannes aðalmarkvöður liðsins? „Eigum við ekki að reikna með því. Ég held að það sé pælingin,“ sagði Hannes í léttum tón. „Þetta er lið sem hefur dóminerað fótboltinn í landinu síðustu ár og hefur náð að skapa sér nafn í Evrópufótboltanum líka. Þegar þú ert einu sinni búinn að komast inn í Meistaradeildina þá auðveldar það þér að komast þangað aftur. Nú er liðið búið að vera þrisvar eða fjórum sinnum í Evrópudeildinni og svo í Meistaradeildinni í fyrra en auðvitað getur allt gerst,“ sagði Hannes. „Það var mikið afrek fyrir þetta félag að komast í Meistaradeildina en það er allavega búið að gerast einu sinni og það er von til þess að það gerist aftur. Þetta er lið sem lifir svolítið fyrir þessi Evrópukvöld. Það koma færri á deildarleikina en síðan koma 60 til 70 þúsund manns á Evrópukvöldin á Þjóðarleikvanginum og þar er svakalega stemmning,“ sagði Hannes „Fótboltalega séð er þetta virkilega spennandi og svo fyrir utan völlinn er þetta bara ævintýri. Við munum búa í borg þar sem er alltaf gott veður og búum á nýjum og framandi stað. Mér skilst samt að þessi borg sé mjög alþjóðlega og vestræn. Það á ekki að fara illa um okkur þarna,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson.Vísir/GettyEinn í Aserbaídsjan fyrsta mánuðinn Hannes er enn að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hannes spilar því ekki næsta leik liðsins en hann vonast til að spila sinn fyrsta leik með Qarabag eftir tvær vikur. „Deildin byrjar einhvern tímann í ágúst en þetta er bara að skella á með undankeppninni fyrir Meistaradeildina. Það er bara leikur í næstu viku. Ég get ekki spilað hann því ég er enn að kljást við smá meiðsli síðan á heimsmeistaramótinu. Það er vonir til að ég geti spilað leikinn eftir tvær vikur,“ sagði Hannes en hvað er næst á dagskrá? „Ég er á leiðinni til Íslands núna þar sem við höfum nokkra daga. Við förum síðan til Danmerkur og pökkum. Svo verð ég bara farinn eftir viku. Fjölskyldan verður aðeins lengur í Danmörku en þau ætla að koma í byrjun ágúst,“ sagði Hannes. Það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Vísir/GettyHannes Þór Halldórsson fagnar á HM. Ljósmyndararnir safnast í kringum hann.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. Frammistaða Hannesar á HM í Rússlandi, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, opnaði augu manna hjá aserska félaginu og þeir buðu Hannes samning. Hannes var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi þessa stóru ákvörðun sína að semja við lið í fjarlægu landi. „Nýtt lið og nýtt ævintýri. Þetta verður eitthvað,“ sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtalinu í Bítinu í morgun en hvernig kom þetta til? „Eins og gengur og gerist í þessum fótboltaheimi þá er einhver látinn vita af því þegar lið hefur áhuga á manni. Svo tala menn saman og þetta fer fram og til baka. Á endanum kemur í ljós að það sé alvara í þessu og þá fer maður að skoða þetta. Því meira sem ég skoðaði þetta því betur leist okkur á þetta,“ sagði Hannes sem á eiginkonu og tvö börn. Hann er því að taka upp alla fjölskylduna sem var búin að koma sér vel fyrir í Danmörku.Hannes Þór Halldórsson fagnar á HM.Vísir/GettyVar erfið ákvörðun „Þetta er erfið ákvörðun að taka því okkur líður vel þar sem við erum og við höfum það mjög gott. Það eru margir plúsar í þessu. Þetta er besta liðið í landinu og er búið að vinna titilinn fimm ár í röð,“ sagði Hannes og hélt áfram. „Liðið var í Meistaradeildinni í fyrra og að spila í Meistaradeildinni er einn af þessum draumum sem maður hefur og ég væri til í að haka við á þessum fótboltaferli. Ég held að þetta sé minn besti möguleiki ef ég á að spila einhvern tímann í Meistaradeildinni,“ sagði Hannes. „Þetta er flott lið sem sló út FC Kaupmannahöfn í fyrra. Ég held að ég sé að fara upplifa umgjörð og annað slíkt á öðru stigi heldur en ég hef áður kynnst. Fótboltalega séð þá er þetta virkilega spennandi en þá þarf að skoða aðstæður, borgina og landið því ég er með fjölskyldu og börn,“ sagði Hannes og það gerði hann með konunni sinni. „Við fórum vel í gegnum þann pakka en allir sem maður spurði töluðu virkilega vel um þessa borg. Útlendingunum í Bakú líður rosalega vel þarna og vilja helst ekki fara. Hvar sem maður kemur niður fæti þá gefa allir þessu toppeinkunn. Við ákváðum að þetta væri nógu spennandi til þess að prófa þetta,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver vítið frá Lionel Messi.Vísir/GettyLið sem lifir svolítið fyrir þessi Evrópukvöld Liðið hafði samband við Hannes eftir heimsmeistarakeppnina en verður Hannes aðalmarkvöður liðsins? „Eigum við ekki að reikna með því. Ég held að það sé pælingin,“ sagði Hannes í léttum tón. „Þetta er lið sem hefur dóminerað fótboltinn í landinu síðustu ár og hefur náð að skapa sér nafn í Evrópufótboltanum líka. Þegar þú ert einu sinni búinn að komast inn í Meistaradeildina þá auðveldar það þér að komast þangað aftur. Nú er liðið búið að vera þrisvar eða fjórum sinnum í Evrópudeildinni og svo í Meistaradeildinni í fyrra en auðvitað getur allt gerst,“ sagði Hannes. „Það var mikið afrek fyrir þetta félag að komast í Meistaradeildina en það er allavega búið að gerast einu sinni og það er von til þess að það gerist aftur. Þetta er lið sem lifir svolítið fyrir þessi Evrópukvöld. Það koma færri á deildarleikina en síðan koma 60 til 70 þúsund manns á Evrópukvöldin á Þjóðarleikvanginum og þar er svakalega stemmning,“ sagði Hannes „Fótboltalega séð er þetta virkilega spennandi og svo fyrir utan völlinn er þetta bara ævintýri. Við munum búa í borg þar sem er alltaf gott veður og búum á nýjum og framandi stað. Mér skilst samt að þessi borg sé mjög alþjóðlega og vestræn. Það á ekki að fara illa um okkur þarna,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson.Vísir/GettyEinn í Aserbaídsjan fyrsta mánuðinn Hannes er enn að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hannes spilar því ekki næsta leik liðsins en hann vonast til að spila sinn fyrsta leik með Qarabag eftir tvær vikur. „Deildin byrjar einhvern tímann í ágúst en þetta er bara að skella á með undankeppninni fyrir Meistaradeildina. Það er bara leikur í næstu viku. Ég get ekki spilað hann því ég er enn að kljást við smá meiðsli síðan á heimsmeistaramótinu. Það er vonir til að ég geti spilað leikinn eftir tvær vikur,“ sagði Hannes en hvað er næst á dagskrá? „Ég er á leiðinni til Íslands núna þar sem við höfum nokkra daga. Við förum síðan til Danmerkur og pökkum. Svo verð ég bara farinn eftir viku. Fjölskyldan verður aðeins lengur í Danmörku en þau ætla að koma í byrjun ágúst,“ sagði Hannes. Það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Vísir/GettyHannes Þór Halldórsson fagnar á HM. Ljósmyndararnir safnast í kringum hann.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira