Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:15 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Fréttablaðið/Vilhelm Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en greint var frá ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar í dag. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Í tilkynningu Símans segir að í málinu sé deilt um skilgreiningu á grundvallaratriði í fjölmiðlalögum og „það markmið Alþingis að hvetja til nýbreytni í íslenskri sjónvarpsþjónustu.“ „Markaðsráðandi efnisdreifingarfyrirtæki á Íslandi (Vodafone) og opinbert innviðafyrirtæki (Gagnaveita Reykjavíkur innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur) hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðarskyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri viðleitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis. Síminn hefur árum saman óskað eftir sams konar opna aðgangi að hinum opinberum innviðum Gagnaveitu Reykjavíkur og önnur sveitarfélaganet á landinu veita, til að sinna öllum íslenskum neytendum óháð undirliggjandi fjarskiptanetum. Þeim óskum hefur ávallt verið hafnað af hálfu hinna opinberu aðila, Gagnaveitu Reykjavíkur og Póst- og fjarskiptastofnunar,“ segir einnig í tilkynningu Símans þar sem jafnframt er minnst á þá samkeppni sem fyrirtækið á í á markaði fyrir ólínulegt efni við veitur á borð við Apple, Netflix og Google. „Væri nær að íslensk stjórnvöld leyfðu íslenskum fyrirtækjum að gera það sem þau geta til að taka þátt í þeirri samkeppni í stað þess að sníða íslenskum fyrirtækjum þrengri stakk í alþjóðlegri samkeppni.“Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en greint var frá ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar í dag. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Í tilkynningu Símans segir að í málinu sé deilt um skilgreiningu á grundvallaratriði í fjölmiðlalögum og „það markmið Alþingis að hvetja til nýbreytni í íslenskri sjónvarpsþjónustu.“ „Markaðsráðandi efnisdreifingarfyrirtæki á Íslandi (Vodafone) og opinbert innviðafyrirtæki (Gagnaveita Reykjavíkur innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur) hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðarskyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri viðleitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis. Síminn hefur árum saman óskað eftir sams konar opna aðgangi að hinum opinberum innviðum Gagnaveitu Reykjavíkur og önnur sveitarfélaganet á landinu veita, til að sinna öllum íslenskum neytendum óháð undirliggjandi fjarskiptanetum. Þeim óskum hefur ávallt verið hafnað af hálfu hinna opinberu aðila, Gagnaveitu Reykjavíkur og Póst- og fjarskiptastofnunar,“ segir einnig í tilkynningu Símans þar sem jafnframt er minnst á þá samkeppni sem fyrirtækið á í á markaði fyrir ólínulegt efni við veitur á borð við Apple, Netflix og Google. „Væri nær að íslensk stjórnvöld leyfðu íslenskum fyrirtækjum að gera það sem þau geta til að taka þátt í þeirri samkeppni í stað þess að sníða íslenskum fyrirtækjum þrengri stakk í alþjóðlegri samkeppni.“Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira