„Þetta er besta hugmynd Bandaríkjanna“ Jill Esposito skrifar 4. júlí 2018 07:00 Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hugann sérstaklega að því sem þjóðin er stoltust af: jafnrétti kynjanna, endurnýjanlegri orku og sjálfbærni, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu í þessari viku og við Bandaríkjamenn getum einnig verið stoltir af því sem við höfum lagt af mörkum til heimsins. Mörg þekktustu kennileita Bandaríkjanna, svo sem Miklagljúfur (Grand Canyon) og Gateway-boginn í St. Louis, eru hluti af þjóðgarðakerfinu okkar, sem er oft kallað „besta hugmynd Bandaríkjanna“. Í sumar mun sendiráð Bandaríkjanna standa fyrir herferð til að kynna starfsemi og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða fyrir Íslendingum og styrkja um leið mikil og góð tengsl þjóðanna tveggja. Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og allar götur síðan hafa Bandaríkin verið talsmenn hugmyndafræðinnar um þjóðgarða víðsvegar um heiminn. Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir bandarísku gildin jafnrétti og lýðræði. Eins og Franklin Roosevelt forseti sagði: „Grundvallarhugmyndin á bak við þjóðgarðana er sú að landið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Á síðasta ári komu um það bil 330 milljónir gesta frá öllum heimshornum í bandaríska þjóðgarða. Þetta olli gríðarlegu álagi á vegakerfið og alla aðstöðu og þjónustu á þjóðgarðasvæðunum. Í byggðunum næst þjóðgörðunum á sér nú stað samfélagsumræða um æskilegasta jafnvægið á milli jákvæðra áhrifa ferðaþjónustu og álagsins sem ferðamenn valda á innviði samfélagsins. Þetta hljómar eflaust kunnuglega í eyrum Íslendinga. Raunar hefur reynsla okkar af rekstri þjóðgarða orðið hvati að ýmsum spennandi samstarfsverkefnum milli Íslands og sendiráðsins okkar. Með þessum verkefnum vonumst við til að geta aðstoðað Íslendinga við að leita lausna á einu brýnasta vandamálinu hér á Íslandi: að verja ósnortið víðerni fyrir álaginu sem fylgir komu stórra hópa áhugasamra ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti sendiráð Bandaríkjanna á laggirnar verkefni í samstarfi við Landvernd, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála. Verkefnið kallast CARE og markmiðið er að fá ferðamenn til að gróðursetja tré og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp íslensku skóglendin. Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir vilja upplifa og auðga náttúrulega fegurð Íslands og CARE nýtir sér þennan áhuga. Síðasta haust bauð sendiráðið mörgum af lykilstjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir skoðuðu meðal annars Acadia-þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er svæði sem einkennist af hrjóstrugu landslagi og á næsta leiti er bærinn Bar Harbor, með um það bil 6.000 íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir ferðamanna á síðasta ári. Er þetta ekki eitthvað sem hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum? Við vonum að íslensku gestirnir hafi fengið hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við svipaðar áskoranir, á sjálfbærari hátt, með því að kynna sér byrjunarörðugleikana sem Acadia hefur þurft að takast á við. Eftir þessi vel heppnuðu verkefni lá beinast við að næsta skref yrði formleg tenging Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna við samsvarandi aðila á Íslandi. Sérfræðingar frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á heimsókn til Reykjavíkur í haust og hafa jafnframt boðið íslenskum samstarfsaðilum sínum til Bandaríkjanna til að halda samtalinu áfram þar. Aðilar í báðum löndum hafa rætt saman í gegnum Skype um nokkurra mánaða skeið og eru allir spenntir fyrir væntanlegu samstarfi, þar sem reynsla beggja landa af góðum starfsvenjum verður kynnt og rædd. Þetta verður spennandi ár! Fylgist með sendiráðinu á samfélagsmiðlum til að fá fleiri fréttir, þar á meðal tilkynningar um opna viðburði þar sem starfsemi þjóðgarðanna verður kynnt sérstaklega. Að lokum sendir sendiráð Bandaríkjanna ykkur hlýjar kveðjur og hvatningu til að heimsækja og kynnast þjóðgörðum Bandaríkjanna af eigin raun.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hugann sérstaklega að því sem þjóðin er stoltust af: jafnrétti kynjanna, endurnýjanlegri orku og sjálfbærni, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu í þessari viku og við Bandaríkjamenn getum einnig verið stoltir af því sem við höfum lagt af mörkum til heimsins. Mörg þekktustu kennileita Bandaríkjanna, svo sem Miklagljúfur (Grand Canyon) og Gateway-boginn í St. Louis, eru hluti af þjóðgarðakerfinu okkar, sem er oft kallað „besta hugmynd Bandaríkjanna“. Í sumar mun sendiráð Bandaríkjanna standa fyrir herferð til að kynna starfsemi og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða fyrir Íslendingum og styrkja um leið mikil og góð tengsl þjóðanna tveggja. Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og allar götur síðan hafa Bandaríkin verið talsmenn hugmyndafræðinnar um þjóðgarða víðsvegar um heiminn. Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir bandarísku gildin jafnrétti og lýðræði. Eins og Franklin Roosevelt forseti sagði: „Grundvallarhugmyndin á bak við þjóðgarðana er sú að landið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Á síðasta ári komu um það bil 330 milljónir gesta frá öllum heimshornum í bandaríska þjóðgarða. Þetta olli gríðarlegu álagi á vegakerfið og alla aðstöðu og þjónustu á þjóðgarðasvæðunum. Í byggðunum næst þjóðgörðunum á sér nú stað samfélagsumræða um æskilegasta jafnvægið á milli jákvæðra áhrifa ferðaþjónustu og álagsins sem ferðamenn valda á innviði samfélagsins. Þetta hljómar eflaust kunnuglega í eyrum Íslendinga. Raunar hefur reynsla okkar af rekstri þjóðgarða orðið hvati að ýmsum spennandi samstarfsverkefnum milli Íslands og sendiráðsins okkar. Með þessum verkefnum vonumst við til að geta aðstoðað Íslendinga við að leita lausna á einu brýnasta vandamálinu hér á Íslandi: að verja ósnortið víðerni fyrir álaginu sem fylgir komu stórra hópa áhugasamra ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti sendiráð Bandaríkjanna á laggirnar verkefni í samstarfi við Landvernd, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála. Verkefnið kallast CARE og markmiðið er að fá ferðamenn til að gróðursetja tré og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp íslensku skóglendin. Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir vilja upplifa og auðga náttúrulega fegurð Íslands og CARE nýtir sér þennan áhuga. Síðasta haust bauð sendiráðið mörgum af lykilstjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir skoðuðu meðal annars Acadia-þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er svæði sem einkennist af hrjóstrugu landslagi og á næsta leiti er bærinn Bar Harbor, með um það bil 6.000 íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir ferðamanna á síðasta ári. Er þetta ekki eitthvað sem hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum? Við vonum að íslensku gestirnir hafi fengið hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við svipaðar áskoranir, á sjálfbærari hátt, með því að kynna sér byrjunarörðugleikana sem Acadia hefur þurft að takast á við. Eftir þessi vel heppnuðu verkefni lá beinast við að næsta skref yrði formleg tenging Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna við samsvarandi aðila á Íslandi. Sérfræðingar frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á heimsókn til Reykjavíkur í haust og hafa jafnframt boðið íslenskum samstarfsaðilum sínum til Bandaríkjanna til að halda samtalinu áfram þar. Aðilar í báðum löndum hafa rætt saman í gegnum Skype um nokkurra mánaða skeið og eru allir spenntir fyrir væntanlegu samstarfi, þar sem reynsla beggja landa af góðum starfsvenjum verður kynnt og rædd. Þetta verður spennandi ár! Fylgist með sendiráðinu á samfélagsmiðlum til að fá fleiri fréttir, þar á meðal tilkynningar um opna viðburði þar sem starfsemi þjóðgarðanna verður kynnt sérstaklega. Að lokum sendir sendiráð Bandaríkjanna ykkur hlýjar kveðjur og hvatningu til að heimsækja og kynnast þjóðgörðum Bandaríkjanna af eigin raun.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun