Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Samsett Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu. Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu.
Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00
44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30