Vætutíð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Veður Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Varðar mest, til allra orðaundirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun „Varðar mest, til allra orðaundirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun