Húrra Reykjavík bætir við sig eftirsóttum vörumerkjum: „Risastórt stökk fyrir íslenskan markað“ Bergþór Másson skrifar 3. júlí 2018 21:00 Sindri Jensson er eigandi Húrra Reykjavík. Fréttablaðið/stefán Fatabúðin Húrra Reykjavík tilkynnti þrjú ný vörumerki í verslanir sínar á dögunum. Vörumerkin eru eftirsótt í tískuheiminum og þurfa þær búðir sem vilja fá þau í sölu til sín að hafa byggt upp gott orðspor í bransanum. Umrædd vörumerki eru Palm Angels, Heron Preston og Aimé Leon Dore. Öll þessi merki eru partur af nýrri bylgju innan tískuheimsins, þar sem hámenningu og lágmenningu er blandað saman og línur á milli hátísku og götuklæðnaðar eru óskýrar. Forsvarsmenn Húrra Reykjavík sóttu merkin á tískuviku í París á dögunum. Hingað til hefur Húrra Reykjavík sótt tískuvikur í Kaupmannahöfn og Berlín, en þeim fannst kominn tími til að fara til Parísar í ár.Úr keböbum í carpaccio Sindri Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, segir tískuvikuna í París frábrugðna því sem hann hefur áður upplifað á öðrum tískuvikum í samtali við Vísi. „Þú ert að labba úti á horni og sérð einhvern rappara eða gaur sem á eitthvað fatamerki, maður lendir ekkert í þessu í Köben. Þetta er miklu meira Hollywood. Göturnar eru bara eitthvað runway, maður hugsar bara hvaða fræga gaur maður er að fara hitta næst. Maður er vanur bjór í kippu, litlar dósir, og mögulega einhver kebab handa liðinu. Í París er þetta allt annað viðskiptafyrirkomulag en við þekkjum. Í sýningarsölum eru þjónar í hvítum skyrtum sem bera í þig drykki, það eru kokkar að elda í þig melónu með skinku, risotto og carpaccio.“Lítið skref fyrir Húrra Reykjavík Afurðir vörumerkjanna teljast sem háklassa hönnunarvörur og eru þar af leiðandi nokkuð dýrar í verði. „Þetta er risastökk fyrir íslenskan markað að fá svona hátískumerki inn, þetta er stórt fyrir alla íslensku tískusenuna. Við teljum Ísland tilbúið fyrir þessi vörumerki.“ segir Sindri. Háklassavörumerki af þessum toga velja búðir sem þær selja vörurnar sínar til vandlega. Þar af leiðandi getur ekki hver sem er fengið þessi merki til sín. Tískubransinn gengur þannig fyrir sig að ef búð selur ákveðið merki sem er eftirsótt, þá er búðin líklegri til þess að fá fleiri eftirsótt merki í sölu. Til dæmis selur Húrra hina sívinsælu Yeezy skó, sem beðið er í röðum yfir nótt eftir, en til þess að fá grænt ljós frá Adidas fyrir sölu þeirra, þarf búð að hafa byggt sér upp gott orðspor innan bransans, að sögn Sindra.Hér fyrir neðan má sjá Sindra segja sögu Húrra Reykjavík.Óhefðbundnar leiðir Sindri segir frá því að þegar vörur eru pantaðar inn frá merkjunum, þurfi að greiða 30% heildarverðs um leið og þú pantar og síðan 70% áður en þú færð vörunar, sem þekkist ekki hjá öðrum merkjum sem Húrra stundar viðskipti við. Venjulega eru pantanir greiddar við afhendingu varanna. Vegna vinsælda geta merkin gert þessar kröfur.Húrra Reykjavík tekur afstöðu Sindri segir að í gegnum tíðina hafi íslenskar verslanir komist upp með það að bjóða Íslendingum einhver „no name“ vörumerki, en núna séu allir með heiminn í hendi sér í formi iPhone síma og allir á Instagram og þar af leiðandi vill fólkið alvöru vörumerki og heitasta dótið hverju sinni. „Frá upphafi höfum við tekið mjög sterka afstöðu með merkjum sem leggja mikið upp úr hönnun, gæðum og umhverfissjónarmiðum. Við erum ekki með neitt í verslunum okkar sem eru ekki alþjóðlega þekktar vörur.“ Aðspurður um framtíðarsýn Húrra Reykjavík og hvar hann sjái búðina eftir 5 ár segir Sindri að „innkoma þessara vörumerkja muni hafa domino-áhrif og nú verði allt á stærri skala hjá Húrra Reykjavík. Húrra eftir 5 ár verður orðin mjög stór alþjóðleg netverslun og kannski með eina stóra verslun í staðinn fyrir tvær litlar.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna Húrra Reykjavík hóf sölu á nýjustu útgáfu Yeezy Boost 350 V2 skónum í morgun. 30. júní 2018 11:09 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fatabúðin Húrra Reykjavík tilkynnti þrjú ný vörumerki í verslanir sínar á dögunum. Vörumerkin eru eftirsótt í tískuheiminum og þurfa þær búðir sem vilja fá þau í sölu til sín að hafa byggt upp gott orðspor í bransanum. Umrædd vörumerki eru Palm Angels, Heron Preston og Aimé Leon Dore. Öll þessi merki eru partur af nýrri bylgju innan tískuheimsins, þar sem hámenningu og lágmenningu er blandað saman og línur á milli hátísku og götuklæðnaðar eru óskýrar. Forsvarsmenn Húrra Reykjavík sóttu merkin á tískuviku í París á dögunum. Hingað til hefur Húrra Reykjavík sótt tískuvikur í Kaupmannahöfn og Berlín, en þeim fannst kominn tími til að fara til Parísar í ár.Úr keböbum í carpaccio Sindri Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, segir tískuvikuna í París frábrugðna því sem hann hefur áður upplifað á öðrum tískuvikum í samtali við Vísi. „Þú ert að labba úti á horni og sérð einhvern rappara eða gaur sem á eitthvað fatamerki, maður lendir ekkert í þessu í Köben. Þetta er miklu meira Hollywood. Göturnar eru bara eitthvað runway, maður hugsar bara hvaða fræga gaur maður er að fara hitta næst. Maður er vanur bjór í kippu, litlar dósir, og mögulega einhver kebab handa liðinu. Í París er þetta allt annað viðskiptafyrirkomulag en við þekkjum. Í sýningarsölum eru þjónar í hvítum skyrtum sem bera í þig drykki, það eru kokkar að elda í þig melónu með skinku, risotto og carpaccio.“Lítið skref fyrir Húrra Reykjavík Afurðir vörumerkjanna teljast sem háklassa hönnunarvörur og eru þar af leiðandi nokkuð dýrar í verði. „Þetta er risastökk fyrir íslenskan markað að fá svona hátískumerki inn, þetta er stórt fyrir alla íslensku tískusenuna. Við teljum Ísland tilbúið fyrir þessi vörumerki.“ segir Sindri. Háklassavörumerki af þessum toga velja búðir sem þær selja vörurnar sínar til vandlega. Þar af leiðandi getur ekki hver sem er fengið þessi merki til sín. Tískubransinn gengur þannig fyrir sig að ef búð selur ákveðið merki sem er eftirsótt, þá er búðin líklegri til þess að fá fleiri eftirsótt merki í sölu. Til dæmis selur Húrra hina sívinsælu Yeezy skó, sem beðið er í röðum yfir nótt eftir, en til þess að fá grænt ljós frá Adidas fyrir sölu þeirra, þarf búð að hafa byggt sér upp gott orðspor innan bransans, að sögn Sindra.Hér fyrir neðan má sjá Sindra segja sögu Húrra Reykjavík.Óhefðbundnar leiðir Sindri segir frá því að þegar vörur eru pantaðar inn frá merkjunum, þurfi að greiða 30% heildarverðs um leið og þú pantar og síðan 70% áður en þú færð vörunar, sem þekkist ekki hjá öðrum merkjum sem Húrra stundar viðskipti við. Venjulega eru pantanir greiddar við afhendingu varanna. Vegna vinsælda geta merkin gert þessar kröfur.Húrra Reykjavík tekur afstöðu Sindri segir að í gegnum tíðina hafi íslenskar verslanir komist upp með það að bjóða Íslendingum einhver „no name“ vörumerki, en núna séu allir með heiminn í hendi sér í formi iPhone síma og allir á Instagram og þar af leiðandi vill fólkið alvöru vörumerki og heitasta dótið hverju sinni. „Frá upphafi höfum við tekið mjög sterka afstöðu með merkjum sem leggja mikið upp úr hönnun, gæðum og umhverfissjónarmiðum. Við erum ekki með neitt í verslunum okkar sem eru ekki alþjóðlega þekktar vörur.“ Aðspurður um framtíðarsýn Húrra Reykjavík og hvar hann sjái búðina eftir 5 ár segir Sindri að „innkoma þessara vörumerkja muni hafa domino-áhrif og nú verði allt á stærri skala hjá Húrra Reykjavík. Húrra eftir 5 ár verður orðin mjög stór alþjóðleg netverslun og kannski með eina stóra verslun í staðinn fyrir tvær litlar.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna Húrra Reykjavík hóf sölu á nýjustu útgáfu Yeezy Boost 350 V2 skónum í morgun. 30. júní 2018 11:09 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna Húrra Reykjavík hóf sölu á nýjustu útgáfu Yeezy Boost 350 V2 skónum í morgun. 30. júní 2018 11:09
Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01