Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 12:15 Enginn hefur lagt meira fé í kosningabaráttu á Bretlandi en Arron Banks (t.h.) gerði fyrir Brexit. Viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore t.v.) sagði breskri þingnefnd nýlega að hann gripi oft til lyga. Vísir/Getty Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins skoða nú samskipti sem nokkrir helstu talsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áttu við Rússa og framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016. Skoðunin beinist meðal annars að því hvort að Brexit-liðarnir hafi verið milligöngumenn á milli Rússa og Trump-framboðsins. Tölvupóstar á milli Arrons Banks, stærsta fjárhagslega bakhjarls Brexit-baráttunnar í Bretlandi, og rússneska sendiherrans í London, sem nýlega voru gerðir opinberir vörpuðu ljósi á að samskipti Brexit-liða við Rússa voru meiri en þeir vildi upphaflega láta í veðri vaka. Banks, viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins Ukip, áttu í miklum samskiptum við framboð Trump eftir að Brexit varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní árið 2016. Farage, sem þá var hetja í augum sumra stuðningsmanna Trump fyrir að hafa haft sigur gegn ríkjandi öflum, talaði meðal annars á kosningafundi Trump og kom fram í fjölmiðlum til að verja hann. Póstarnir sýna að þremenningarnir voru í samskiptum við Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússlands í London, í kringum Ameríkureisur sínar. Það hefur vakið upp spurningar um hvort að þeir gætu hafa komið upplýsingum á milli framboðs Trump og Rússa. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að saksóknarar Mueller hafi spurt vitni út í tengsl Farage við starfsmenn framboðsins. Í Bretlandi hefur þingnefnd krafið Banks svara um samskipti sín við Rússa og hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.Ræktuðu tengslin við Trump-framboðið Banks og félagar, sem titluðu sjálfa sig „slæmu stráka Brexit“ [e. Bad Boys of Brexit], hafa þvertekið fyrir að þeir hafi verið milliliðir fyrir Rússa í tilraunum þeirra til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Þó að Banks kalli rannsóknirnar „nornaveiðar“ segir hann samskipti sín við sendiherrann vekja lögmætar spurningar um hvort þeir hafi verið leynileg samskiptaleið við Rússa. „Eina vandamálið við allt það er að það er ekki ein arða af sönnunum sem hefur verið lögð fram. Þetta leiðir ekki neitt,“ sagði Banks við Washington Post. Hann viðurkenndi þó að vel gæti verið að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þá eða afla upplýsinga. Þær tilraunir hafi þá ekki verið mjög góðar.Sjá einnig:Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Banks lét Jakóvenkó reglulega vita um gang mála í Brexit-herferðinni. Þeir hittust að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánaða tímabili í kringum kosningarnar árið 2016. Á sama tíma ræktuðu hann og Farage tengslin við Trump-framboðið. Farage hafði þekkt Stephen Bannon, sem var kosningastjóri Trump undir lok kosningabaráttunnar og síðar aðalráðgjafi, frá árinu 2013 þegar Bannon stýrði íhaldssíðunni Breitbart. Breibart studdi baráttuna fyrir Brexit. Eftir sigur Brexit-sinna varð Farage að stjörnu hjá sumum í harðasta kjarna Trump-teymisins. Farage fór nokkrum sinnum utan til að tala á kosningafundum. Þegar upptaka kom fram af Trump stæra sig af því að ráðast á konur kynferðislega varði Farage Trump á Fox News með þeim orðum að hann væri ekki í framboði til embættis páfa. Bannon hjálpaði Farage, Banks og Wigmore síðar að hitta Trump nokkrum dögum eftir kosningasigurinn í Trump-turninum í New York þar sem fræg mynd var tekin af þeim. Farage var fyrsti erlendi framámaðurinn sem Trump hitti eftir kosningarnar.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um samskipti Brexit-liðanna við Rússa og Trump-framboðið.Vildu upplýsa Rússa um Brexit og mynda viðskiptatengsl Böndin milli Rússa og Ukip-flokks Farage byrjuðu að myndast árið 2015. Þá hitti Wigmore Alexander Udod, rússneskan erindreka eftir ársþing flokksins. Udod kom á fundi leiðtoga Ukip með Jakóvenkó. Udod var einn þeirra rússnesku erindreka sem bresk stjórnvöld vísuðu úr landi eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í mars á þessu ári. Banks og Wigmore segjast hafa viljað upplýsa Rússa um Brexit en einnig að leita hófana um viðskipti. Rússneskur athafnamaður hafi meðal annars boðið Banks hlut í sex gullnámum skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hann hafnaði. Spurningar eru sagðar hafa vaknað á Bretlandi um hvort að tilboðið hafi verið tilraun Rússa til að veita fé til Brexit-liða í kosningabaráttu þeirra eða að ná taki á þeim. Banks segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að hann reyndi fyrir sér í viðskiptum við Rússa og það hefði verið alls ótengt Brexit. Talsmaður rússneska sendiráðsins í London hafnar því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna. Bandaríkin Brexit Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins skoða nú samskipti sem nokkrir helstu talsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áttu við Rússa og framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016. Skoðunin beinist meðal annars að því hvort að Brexit-liðarnir hafi verið milligöngumenn á milli Rússa og Trump-framboðsins. Tölvupóstar á milli Arrons Banks, stærsta fjárhagslega bakhjarls Brexit-baráttunnar í Bretlandi, og rússneska sendiherrans í London, sem nýlega voru gerðir opinberir vörpuðu ljósi á að samskipti Brexit-liða við Rússa voru meiri en þeir vildi upphaflega láta í veðri vaka. Banks, viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins Ukip, áttu í miklum samskiptum við framboð Trump eftir að Brexit varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní árið 2016. Farage, sem þá var hetja í augum sumra stuðningsmanna Trump fyrir að hafa haft sigur gegn ríkjandi öflum, talaði meðal annars á kosningafundi Trump og kom fram í fjölmiðlum til að verja hann. Póstarnir sýna að þremenningarnir voru í samskiptum við Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússlands í London, í kringum Ameríkureisur sínar. Það hefur vakið upp spurningar um hvort að þeir gætu hafa komið upplýsingum á milli framboðs Trump og Rússa. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að saksóknarar Mueller hafi spurt vitni út í tengsl Farage við starfsmenn framboðsins. Í Bretlandi hefur þingnefnd krafið Banks svara um samskipti sín við Rússa og hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.Ræktuðu tengslin við Trump-framboðið Banks og félagar, sem titluðu sjálfa sig „slæmu stráka Brexit“ [e. Bad Boys of Brexit], hafa þvertekið fyrir að þeir hafi verið milliliðir fyrir Rússa í tilraunum þeirra til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Þó að Banks kalli rannsóknirnar „nornaveiðar“ segir hann samskipti sín við sendiherrann vekja lögmætar spurningar um hvort þeir hafi verið leynileg samskiptaleið við Rússa. „Eina vandamálið við allt það er að það er ekki ein arða af sönnunum sem hefur verið lögð fram. Þetta leiðir ekki neitt,“ sagði Banks við Washington Post. Hann viðurkenndi þó að vel gæti verið að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þá eða afla upplýsinga. Þær tilraunir hafi þá ekki verið mjög góðar.Sjá einnig:Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Banks lét Jakóvenkó reglulega vita um gang mála í Brexit-herferðinni. Þeir hittust að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánaða tímabili í kringum kosningarnar árið 2016. Á sama tíma ræktuðu hann og Farage tengslin við Trump-framboðið. Farage hafði þekkt Stephen Bannon, sem var kosningastjóri Trump undir lok kosningabaráttunnar og síðar aðalráðgjafi, frá árinu 2013 þegar Bannon stýrði íhaldssíðunni Breitbart. Breibart studdi baráttuna fyrir Brexit. Eftir sigur Brexit-sinna varð Farage að stjörnu hjá sumum í harðasta kjarna Trump-teymisins. Farage fór nokkrum sinnum utan til að tala á kosningafundum. Þegar upptaka kom fram af Trump stæra sig af því að ráðast á konur kynferðislega varði Farage Trump á Fox News með þeim orðum að hann væri ekki í framboði til embættis páfa. Bannon hjálpaði Farage, Banks og Wigmore síðar að hitta Trump nokkrum dögum eftir kosningasigurinn í Trump-turninum í New York þar sem fræg mynd var tekin af þeim. Farage var fyrsti erlendi framámaðurinn sem Trump hitti eftir kosningarnar.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um samskipti Brexit-liðanna við Rússa og Trump-framboðið.Vildu upplýsa Rússa um Brexit og mynda viðskiptatengsl Böndin milli Rússa og Ukip-flokks Farage byrjuðu að myndast árið 2015. Þá hitti Wigmore Alexander Udod, rússneskan erindreka eftir ársþing flokksins. Udod kom á fundi leiðtoga Ukip með Jakóvenkó. Udod var einn þeirra rússnesku erindreka sem bresk stjórnvöld vísuðu úr landi eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í mars á þessu ári. Banks og Wigmore segjast hafa viljað upplýsa Rússa um Brexit en einnig að leita hófana um viðskipti. Rússneskur athafnamaður hafi meðal annars boðið Banks hlut í sex gullnámum skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hann hafnaði. Spurningar eru sagðar hafa vaknað á Bretlandi um hvort að tilboðið hafi verið tilraun Rússa til að veita fé til Brexit-liða í kosningabaráttu þeirra eða að ná taki á þeim. Banks segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að hann reyndi fyrir sér í viðskiptum við Rússa og það hefði verið alls ótengt Brexit. Talsmaður rússneska sendiráðsins í London hafnar því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Bandaríkin Brexit Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00
Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39