Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 14:17 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“ Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um ákvörðun setts samgönguráðherra að loknum vinnudegi á föstudaginn sem var síðasti dagur Hreins Haraldssonar hjá Vegagerðinni eftir tíu ára starf. Skipunarferlið hefði mátt ganga betur. Samgönguráðuneytið gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu, eins og lög gera ráð fyrir, og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur. Umsækjendum fjölgaði úr 15 í 25 við framlenginguna. Stundin greindi fyrst frá skipun Bergþóru í dag og er ferill hennar rakin þar. Hún stundaði nám við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og nam rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún er menntaður dýralæknir og var við nám í Kaupmannahöfn á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vegna kunningsskapsins sagði Sigurður Ingi sig frá skipuninni og var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystir Sigurðar Inga, sett ráðherra.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Engrar reynslu af verkfræði krafist Lilja tók ákvörðunina eftir umsögn þriggja manna nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni áttu sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Athygli vakti að engrar reynslu af verkfræði eða verklegum framkvæmdum var krafist í auglýsingu um starfið líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Þá var krafist háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegrar menntunar. Hreinn var með doktorsgráðu í jarðfærði og hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni þegar hann var ráðinn þangað. Hæfniskröfurnar voru í fimm liðum: -Háskólamenntun á meistarastigi eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi -Árangursík reynsla af áætlunargerð, stjórnun og rekstri -Góð þekking og reynsla af stefnumótun -Reynsla af alþjóða samstarfi kostur -Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg Í pósti frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á föstudaginn til umsækjenda sagði: „Bergþóra hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem stjórnandi síðustu tuttugu ár, síðast sem forstjóri Isam ehf. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún lauk kandídatsprófi í dýralækningum árið 1991, námi í rekstrar og viðskiptafræði árið 2000 og markaðsfræðum árið 2005.“
Ráðningar Tengdar fréttir Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þessi sóttu um embætti forstjóra Vegagerðarinnar Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. 22. maí 2018 16:29