Dennis Rodman býður Kanye West til Norður-Kóreu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:39 Dennis Rodman hefur boðið rapparanum Kanye West í ferð til Norður-Kóreu. Hann telur að West myndi kunna vel að meta landið. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltaleikmaðurinn Dennis Rodman hefur boðið rapparanum Kanye West til Norður-Kóreu. Hann vill kynna West fyrir lífinu í Norður-Kóreu og fyrir Kim Jong Un, leiðtoga landsins. Þannig gæti West samið tónlist um landið leyndardómsfulla. Rodman, sem er orðinn 57 ára, er gamall vinur hins Norður-Kóreska leiðtoga. Hann er á meðal fárra Vesturlandabúa sem hefur verið boðið til fundar leiðtogans. Rodman segir í viðtali við US Weekly að Kim beri virðingu fyrir sér og sýni sjónarmiðum sínum skilning. Hann segist þá vera mikill aðdáandi tónlistar Kanye West og beri auk þess mikla virðingu fyrir rapparanum. Í ljósi þessa vilji hann bjóða honum í ferðalag til Norður-Kóreu. Sky News greinir frá þessu. „Veistu það, ég ætla að bjóða honum með mér í næstu ferð til Norður-Kóreu,“ segir Rodman sem viss um að West verði fyrir miklum innblæstri í heimsókn sinni til landsins. „Ef hann vill búa til hljómplötu um landið þá verður hann í Norður-Kóreu í sex til sjö daga svo hann sjái allt það sem er í gangi þar.“Let's make history baby! @kanyewest pic.twitter.com/4hNpSGOa9y— Dennis Rodman (@dennisrodman) July 14, 2018 Ætla má að Kim Jong Un hafi heillast af íþróttinni vegna föður hans, Kims Jong Il, sem var forfallinn körfuboltaaðdáandi. Á safni í Pyongyang sem tileinkað er gjöfum sem einræðisherrann hefur hlotið í gegnum tíðina frá leiðtogum annarra ríkja er til sýnis körfubolti með eiginhandaráritun frá Michael Jordan sem lék fyrir Chicago Bulls. Kim Jong Il fékk körfuboltann að gjöf frá Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 2000. Í síðustu viku fékk West áritaða Chicago Bulls treyju að gjöf frá Rodman. West birti síðan mynd af gjöfinni á Twittersíðu sinni með orðsendingu til Rodmans. Hann sagði körfuboltakappann vera mikla fyrirmynd. Rodman væri í sífellu að „brjóta múra með sjálfstæðri hugsun sinni“. Thank to one of my biggest inspirations … always breaking barriers with independent thought pic.twitter.com/WQLKCG7tXM— KANYE WEST (@kanyewest) July 10, 2018 Rodman þakkaði fyrir fögur orð í sinn garð með myndbandi sem hann tók upp. Í því stingur hann upp á að félagarnir vinni saman að rapplagi um heimsfrið og leiðtoga ástarinnar. Rodman og West hafa báðir hælt Donald Trump, Bandaríkjaforseta og skartað derhúfu með slagorði kosningabaráttu Trumps: „Gerum Bandaríkin glæst á ný“. Dennis Rodman var 14 ár í NBA-deildinni og lék meðal annars með Detroit Pistons, San Antionio Spurs, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Dallas Maverics. Rodman varð fimm sinnum NBA-meistari með sínum liðum. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Körfuboltastjarnan telur sig geta leyst deilurnar sem nú standa yfir á milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Rodman og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru nefnilega perluvinir. 11. desember 2017 13:48 Dennis Rodman á leið til Singapúr Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa. 8. júní 2018 15:07 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum Lof rapparans um Donald Trump forseta og ummæli um þrælahald gætu hafa haft áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 11. maí 2018 16:46 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltaleikmaðurinn Dennis Rodman hefur boðið rapparanum Kanye West til Norður-Kóreu. Hann vill kynna West fyrir lífinu í Norður-Kóreu og fyrir Kim Jong Un, leiðtoga landsins. Þannig gæti West samið tónlist um landið leyndardómsfulla. Rodman, sem er orðinn 57 ára, er gamall vinur hins Norður-Kóreska leiðtoga. Hann er á meðal fárra Vesturlandabúa sem hefur verið boðið til fundar leiðtogans. Rodman segir í viðtali við US Weekly að Kim beri virðingu fyrir sér og sýni sjónarmiðum sínum skilning. Hann segist þá vera mikill aðdáandi tónlistar Kanye West og beri auk þess mikla virðingu fyrir rapparanum. Í ljósi þessa vilji hann bjóða honum í ferðalag til Norður-Kóreu. Sky News greinir frá þessu. „Veistu það, ég ætla að bjóða honum með mér í næstu ferð til Norður-Kóreu,“ segir Rodman sem viss um að West verði fyrir miklum innblæstri í heimsókn sinni til landsins. „Ef hann vill búa til hljómplötu um landið þá verður hann í Norður-Kóreu í sex til sjö daga svo hann sjái allt það sem er í gangi þar.“Let's make history baby! @kanyewest pic.twitter.com/4hNpSGOa9y— Dennis Rodman (@dennisrodman) July 14, 2018 Ætla má að Kim Jong Un hafi heillast af íþróttinni vegna föður hans, Kims Jong Il, sem var forfallinn körfuboltaaðdáandi. Á safni í Pyongyang sem tileinkað er gjöfum sem einræðisherrann hefur hlotið í gegnum tíðina frá leiðtogum annarra ríkja er til sýnis körfubolti með eiginhandaráritun frá Michael Jordan sem lék fyrir Chicago Bulls. Kim Jong Il fékk körfuboltann að gjöf frá Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 2000. Í síðustu viku fékk West áritaða Chicago Bulls treyju að gjöf frá Rodman. West birti síðan mynd af gjöfinni á Twittersíðu sinni með orðsendingu til Rodmans. Hann sagði körfuboltakappann vera mikla fyrirmynd. Rodman væri í sífellu að „brjóta múra með sjálfstæðri hugsun sinni“. Thank to one of my biggest inspirations … always breaking barriers with independent thought pic.twitter.com/WQLKCG7tXM— KANYE WEST (@kanyewest) July 10, 2018 Rodman þakkaði fyrir fögur orð í sinn garð með myndbandi sem hann tók upp. Í því stingur hann upp á að félagarnir vinni saman að rapplagi um heimsfrið og leiðtoga ástarinnar. Rodman og West hafa báðir hælt Donald Trump, Bandaríkjaforseta og skartað derhúfu með slagorði kosningabaráttu Trumps: „Gerum Bandaríkin glæst á ný“. Dennis Rodman var 14 ár í NBA-deildinni og lék meðal annars með Detroit Pistons, San Antionio Spurs, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Dallas Maverics. Rodman varð fimm sinnum NBA-meistari með sínum liðum.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Körfuboltastjarnan telur sig geta leyst deilurnar sem nú standa yfir á milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Rodman og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru nefnilega perluvinir. 11. desember 2017 13:48 Dennis Rodman á leið til Singapúr Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa. 8. júní 2018 15:07 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum Lof rapparans um Donald Trump forseta og ummæli um þrælahald gætu hafa haft áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 11. maí 2018 16:46 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Körfuboltastjarnan telur sig geta leyst deilurnar sem nú standa yfir á milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Rodman og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru nefnilega perluvinir. 11. desember 2017 13:48
Dennis Rodman á leið til Singapúr Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa. 8. júní 2018 15:07
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35
Kanye vinsælli hjá repúblikönum en blökkumönnum Lof rapparans um Donald Trump forseta og ummæli um þrælahald gætu hafa haft áhrif á niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 11. maí 2018 16:46