Strandgæsla Líbíu sögð hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 17:51 Önnur konan og ungbarnið voru dáin þegar sjálfboðaliða bar að garði. Vísir/AP Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi. Flóttamenn Líbía Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Mannréttindasamtökin Proactiva Open Arms segja Strandgæslu Líbíu hafa yfirgefið tvær konur og ungbarn út á ballarhafi eftir að hafa stöðvað för um 160 manna á leið til Evrópu. Önnur konan og ungbarnið dóu en hin konan fannst meðal braks skipsins sem þau ferðuðust með um 80 sjómílur frá ströndum Líbíu. Samtökin segja konurnar hafa neitað að fara yfir í skip strandgæslunnar og að í kjölfarið hafi þær og ungabarnið verið skyldar eftir í sjónum, eftir að strandgæslan grandaði skipi þeirra. Talsmaður strandgæslunnar segir að 158 manns hafi verið bjargað úr skipi við strendur Líbíu og þar á meðal hafi verið 34 konur og níu börn. Hann sagði farandfólkið hafa fengið aðstoð og þau hafi verið flutt í flóttamannabúðir í bænum Khoms.Oscar Camps, forsvarsmaður Proactiva Open Arms, segir ríkisstjórn Ítalíu og samstarfi þeirra við yfirvöld í Líbíu vera um að kenna. „Þetta er bein afleiðing þess að ráða vopnaða vígahópa til að fá Evrópu til að telja Líbíu vera ríki, með ríkisstjórn og vera öruggt ríki.“ Samtökin birtu í dag myndband af aðgerðum þeirra í Miðjarðarhafi á Twitter.#ULTIMAHORA Denunciamos omisión de socorro en aguas internacionales y abandono de una persona con vida y los cadaveres de un niño y una mujer por los supuestos Guardacostas Libios, a los que Italia legitima y pone al frente. Cada muerte es consecuencia directa de esa política. pic.twitter.com/2IsxyDHazn — Proactiva Open Arms (@openarms_fund) July 17, 2018 Sameinuðu þjóðirnar telja 1.443 hafa dáið á ferðinni frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Langflestir sem leggja í þessa ferð fara til Líbíu og reiða á þjónustu smyglara sem nýtt hafa sér óöldina þar í landi. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur heitið því að stöðva flæði farandfólks frá Líbíu og hefur boðið yfirvöldum Líbíu fjárhagsaðstoð í stað aðstoðar við að stöðva fólkið. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja farandfólk sem flutt sé aftur til Líbíu eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, nauðgunum og jafnvel að enda í þrældómi.
Flóttamenn Líbía Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent