Skutull og pína Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. júlí 2018 10:00 Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun