Skutull og pína Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. júlí 2018 10:00 Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun