Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 22:00 Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Butina, sem er mikill stuðningskona byssueignar í Bandaríkjunum, er sökuð um að hafa unnið með bandarískum aðilum og samtökum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ákærunni sem birt var í dag segir að Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. Hún var handtekin í gær.Butina er sögð hafa unnið sérstaklega fyrir einn rússneskan embættismann, sem þó er ekki nafngreindur, og hún hafi fengið hjál frá minnst tveimur Bandaríkjamönnum sem sömuleiðis eru ekki nafngreindir í ákærunni. Þá eru áðurnefnd hagsmunasamtök ekki heldur nafngreind. New York Times segir hins vegar að rússneski embættismaðurinn sé Alexander Torshin, einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands, og er hann sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi. Yfirvöld Spánar gáfu árið 2013 út handtökuskipun gagnvart Torshin en hann er sakaðu um peningaþvætti. Hann var þó aldrei ákærður. Enn fremur segir í frétt Times að bandaríski maðurinn heiti Paul Erickson og kynntust þau í Rússlandi.Þá segir NYT að samtökin séu National Rifle Association eða NRA. Stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Torshin er heiðursmeðlimur í NRA og Erickson er einnig meðlimur. Butina stofnaði samtökin Right to Bear Arms í Rússlandi og byrjuðu samskipti hennar og Bandaríkjamanna í árið 2013, samkvæmt kærunni. Hún hefur nokkrum sinnum boðið forsvarsmönnum NRA til Moskvu og hafa hún og Torshin sömuleiðis ferðast til Bandaríkjanna til að vera viðstödd viðburði NRA. Á einum slíkum viðburði reyndi Erickson að stofna til fundar á milli Torhsin og Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðenda og núverandi forseta Bandaríkjanna. Í tölvupósti til framboðs Trump titlaði Erickson Torshin sem „erindreka“ Vladimir Pútín, forseta Rússland.Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að Butina og Torshin hafi notað NRA til þess að koma fjármunum til framboðs Trump en slíkt er ólölegt í Bandaríkjunum.NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.Í áðurnefndri ákæru er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.„Stríðið um framtíðina“ Skömmu fyrir kosningarnar 2016 sendi Butina Torshin eftirfarandi skilaboð: „Tíminn mun leiða það í ljós. Við erum búin að veðja og ég er að fylgja leikáætlun okkar...“ Torshin svaraði: „Auðvitað munum við vinna.“ Hann bætti við að aðalmálið væri ekki að vinna orrustu dagsins, heldur stríðið í heild. „Þetta er stríðið um framtíðina og það má ekki tapast. Annars munu allir tapa.“ Í ákærunni er einnig vísað til samskipta Butina og Erickson þar sem hann virðist hafa verið að aðstoða hana og benda henni á hvaða aðila hún ætti að mynda tengsl við. Þar kemur einnig fram að hún sé að vinna fyrir Torshin og hann sé að vinna fyrir yfirvöld Rússlands. Í tölvupóstum til annars Bandaríkjamanns segir Butina að erindreki forsetaembættis Rússlands hafi lýst yfir ánægju með verkefni þeirra sem sneri að einhverskonar „samskiptaleið“.Neitar ásökunum Butina mætti fyrir dómara nú í kvöld og neitaði lögmaður hennar ásökunum um að hún væri útsendari yfirvalda Rússlands. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið að vinna að því að mynda eigið tengslanet. Þá sagði lögmaður hennar að hún hefði starfað með yfirvöldum Bandaríkjanna vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af kosningunum. Butina hefði meðal annars borið vitni fyrir leyniþjónustunefnd þingsins á rúmlega átta klukkustunda lokuðum nefndarfundi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Butina, sem er mikill stuðningskona byssueignar í Bandaríkjunum, er sökuð um að hafa unnið með bandarískum aðilum og samtökum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ákærunni sem birt var í dag segir að Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. Hún var handtekin í gær.Butina er sögð hafa unnið sérstaklega fyrir einn rússneskan embættismann, sem þó er ekki nafngreindur, og hún hafi fengið hjál frá minnst tveimur Bandaríkjamönnum sem sömuleiðis eru ekki nafngreindir í ákærunni. Þá eru áðurnefnd hagsmunasamtök ekki heldur nafngreind. New York Times segir hins vegar að rússneski embættismaðurinn sé Alexander Torshin, einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands, og er hann sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi. Yfirvöld Spánar gáfu árið 2013 út handtökuskipun gagnvart Torshin en hann er sakaðu um peningaþvætti. Hann var þó aldrei ákærður. Enn fremur segir í frétt Times að bandaríski maðurinn heiti Paul Erickson og kynntust þau í Rússlandi.Þá segir NYT að samtökin séu National Rifle Association eða NRA. Stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Torshin er heiðursmeðlimur í NRA og Erickson er einnig meðlimur. Butina stofnaði samtökin Right to Bear Arms í Rússlandi og byrjuðu samskipti hennar og Bandaríkjamanna í árið 2013, samkvæmt kærunni. Hún hefur nokkrum sinnum boðið forsvarsmönnum NRA til Moskvu og hafa hún og Torshin sömuleiðis ferðast til Bandaríkjanna til að vera viðstödd viðburði NRA. Á einum slíkum viðburði reyndi Erickson að stofna til fundar á milli Torhsin og Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðenda og núverandi forseta Bandaríkjanna. Í tölvupósti til framboðs Trump titlaði Erickson Torshin sem „erindreka“ Vladimir Pútín, forseta Rússland.Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að Butina og Torshin hafi notað NRA til þess að koma fjármunum til framboðs Trump en slíkt er ólölegt í Bandaríkjunum.NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.Í áðurnefndri ákæru er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.„Stríðið um framtíðina“ Skömmu fyrir kosningarnar 2016 sendi Butina Torshin eftirfarandi skilaboð: „Tíminn mun leiða það í ljós. Við erum búin að veðja og ég er að fylgja leikáætlun okkar...“ Torshin svaraði: „Auðvitað munum við vinna.“ Hann bætti við að aðalmálið væri ekki að vinna orrustu dagsins, heldur stríðið í heild. „Þetta er stríðið um framtíðina og það má ekki tapast. Annars munu allir tapa.“ Í ákærunni er einnig vísað til samskipta Butina og Erickson þar sem hann virðist hafa verið að aðstoða hana og benda henni á hvaða aðila hún ætti að mynda tengsl við. Þar kemur einnig fram að hún sé að vinna fyrir Torshin og hann sé að vinna fyrir yfirvöld Rússlands. Í tölvupóstum til annars Bandaríkjamanns segir Butina að erindreki forsetaembættis Rússlands hafi lýst yfir ánægju með verkefni þeirra sem sneri að einhverskonar „samskiptaleið“.Neitar ásökunum Butina mætti fyrir dómara nú í kvöld og neitaði lögmaður hennar ásökunum um að hún væri útsendari yfirvalda Rússlands. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið að vinna að því að mynda eigið tengslanet. Þá sagði lögmaður hennar að hún hefði starfað með yfirvöldum Bandaríkjanna vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af kosningunum. Butina hefði meðal annars borið vitni fyrir leyniþjónustunefnd þingsins á rúmlega átta klukkustunda lokuðum nefndarfundi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20