Ráðherra er ekki við Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. júlí 2018 10:00 Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun