Minni sala á íslenskum HM-treyjum eftir mótið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2018 19:30 Aðstoðarverslunarstjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct segir enga sölu vera á eftirlíkingum af landsliðstreyjum eftir að lið Íslands datt úr leik á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Verslunin sitji uppi með fjöldan allan af treyjum og öðrum varningi tengdum mótinu sem nú er á afslætti. Aðstoðarverslunarstjóri í Útilífi segir söluna á opinberri landsliðstreyju Íslands hafa minnkað aðeins eftir að þátttöku Íslands lauk. Í báðum verslunum var mikil sala á varningi í kringum leiki Íslands og gekk salan framar vonum. „Hún gekk mjög vel, alveg rosalega vel. Sérstaklega í kringum leiki Íslands og rétt eftir þá. Sérstaklega fyrstu tvo leikina. Við fengum alveg mörg hundruð stykki af treyjum á viku, þannig hún seldist alveg rosalega hratt en svo dróst salan aðeins saman eftir þriðja leik,“ segir Irpa Fönn Hlynsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Útilífs.Hjalti Freyr Óskarsso, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct.Skjáskot/Stöð 2Aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct var á sama máli. Verslunin selur ekki opinberu landsliðstreyju Íslands heldur annars konar treyjur merktar Íslandi. „Salan gekk mjög vel. Við seldum treyjur sem eru ódýrari en sú sem er ekta. Þannig það var mikið keypt og við fengum stórar sendingar. Þúsundir treyja í hverri viku á meðan Ísland var enn í keppninni,“ segir Hjalti Freyr Óskarsson, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct. Hvernig var salan þegar Ísland datt úr leik? „Dvínandi náttúrulega. Ég hugsa að þær verði teknar í burtu. Ég hugsa að við höfum bara nokkrar treyjur frammi. En það verður engin sala í þessu,“ segir Hjalti. Eru þær komnar á afslátt? „Já alveg helmings afslátt,“ segir Hjalti um eftirlíkingarnar.Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson í vikunni þegar hulunni var svipt af nýrri landsliðstreyju Íslands.Vísir/Rakel ÓskSegir söluna á landsliðstreyjunni stöðugaÞorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Erra, sem framleiðir opinbera landsliðstreyju Íslands, segir sölu stöðuga á landsliðstreyjunni sem þótt hún hafi vissulega minnkað eftir að þátttöku Íslands lauk og HM-æðið gekk yfir. Karlalandslið Íslands byrjaði að spila í treyjunni á HM í sumar og kvennalandsliðið mun gera það sömuleiðis eftir að undankeppni HM 2019 lýkur. „Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. „Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. Fréttin var uppfærð og henni breytt klukkan 22:22 eftir athugasemdir Þorvaldar að ofan. Athugasemdina má sjá í heild að neðan. Athugasemd frá Errea.Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna.Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna.Íslenska landsliðstreyjan fæst m.a. í Jóa Útherja, Útilíf, 101 Sport, Sportbúð Errea, Músík og Sport Hafnarfirði, Sportbæ á Selfossi, Axel Ó í Vestmannaeyjum, Sportver á Akureyri.Áfram Ísland! HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. 11. júní 2018 09:50 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Mokselja treyjur „Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“ 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Aðstoðarverslunarstjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct segir enga sölu vera á eftirlíkingum af landsliðstreyjum eftir að lið Íslands datt úr leik á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Verslunin sitji uppi með fjöldan allan af treyjum og öðrum varningi tengdum mótinu sem nú er á afslætti. Aðstoðarverslunarstjóri í Útilífi segir söluna á opinberri landsliðstreyju Íslands hafa minnkað aðeins eftir að þátttöku Íslands lauk. Í báðum verslunum var mikil sala á varningi í kringum leiki Íslands og gekk salan framar vonum. „Hún gekk mjög vel, alveg rosalega vel. Sérstaklega í kringum leiki Íslands og rétt eftir þá. Sérstaklega fyrstu tvo leikina. Við fengum alveg mörg hundruð stykki af treyjum á viku, þannig hún seldist alveg rosalega hratt en svo dróst salan aðeins saman eftir þriðja leik,“ segir Irpa Fönn Hlynsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Útilífs.Hjalti Freyr Óskarsso, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct.Skjáskot/Stöð 2Aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct var á sama máli. Verslunin selur ekki opinberu landsliðstreyju Íslands heldur annars konar treyjur merktar Íslandi. „Salan gekk mjög vel. Við seldum treyjur sem eru ódýrari en sú sem er ekta. Þannig það var mikið keypt og við fengum stórar sendingar. Þúsundir treyja í hverri viku á meðan Ísland var enn í keppninni,“ segir Hjalti Freyr Óskarsson, aðstoðarverslunarstjóri Sports Direct. Hvernig var salan þegar Ísland datt úr leik? „Dvínandi náttúrulega. Ég hugsa að þær verði teknar í burtu. Ég hugsa að við höfum bara nokkrar treyjur frammi. En það verður engin sala í þessu,“ segir Hjalti. Eru þær komnar á afslátt? „Já alveg helmings afslátt,“ segir Hjalti um eftirlíkingarnar.Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson í vikunni þegar hulunni var svipt af nýrri landsliðstreyju Íslands.Vísir/Rakel ÓskSegir söluna á landsliðstreyjunni stöðugaÞorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Erra, sem framleiðir opinbera landsliðstreyju Íslands, segir sölu stöðuga á landsliðstreyjunni sem þótt hún hafi vissulega minnkað eftir að þátttöku Íslands lauk og HM-æðið gekk yfir. Karlalandslið Íslands byrjaði að spila í treyjunni á HM í sumar og kvennalandsliðið mun gera það sömuleiðis eftir að undankeppni HM 2019 lýkur. „Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. „Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna,“ segir Þorvaldur. Fréttin var uppfærð og henni breytt klukkan 22:22 eftir athugasemdir Þorvaldar að ofan. Athugasemdina má sjá í heild að neðan. Athugasemd frá Errea.Ný landsliðstreyja í knattspyrnu frá Errea, sem kynnt var í mars s.l. og var notuð í leikjum Íslands á HM í Rússlandi er landsliðstreyja sem er komin til að vera næstu árin. Mikil og jöfn sala hefur verið frá því hún kom í sölu. Salan er enn mjög góð og fáum við sendingar í hverri viku. Þessi frétt um að salan hafi stöðvast... á því engan veginn við um orginal landsliðstreyjuna.Ég get vel skilið að enginn sala sé í eftirhermu bolum og slíkum varningi.... sem einhverjar verslanir hafa reynt að selja. Það á allavega ekki við um orginal íslensku landsliðstreyjuna.Íslenska landsliðstreyjan fæst m.a. í Jóa Útherja, Útilíf, 101 Sport, Sportbúð Errea, Músík og Sport Hafnarfirði, Sportbæ á Selfossi, Axel Ó í Vestmannaeyjum, Sportver á Akureyri.Áfram Ísland!
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. 11. júní 2018 09:50 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Mokselja treyjur „Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“ 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. 11. júní 2018 09:50
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Mokselja treyjur „Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“ 19. júní 2018 06:00