Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2018 22:00 Séð upp með Stuðlagili. Neðri hluti stuðlabergsins sást ekki fyrr en Jökulsá var stífluð við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. Þetta eru formfagrir stuðlabergshamrar sem menn eru farnir að flokka með helstu náttúrudjásnum Íslands. Gilið mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Stuðlagil er við bæinn Grund á Efri-Jökuldal, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum, en þar er nýlega búið að leggja akveg að ánni, gera bílastæði og stika gönguleið, með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar er jafnframt búið að koma upp aðvörunarskiltum á fjórum tungumálum en gæta þarf ítrustu varkárni þegar gljúfrið er skoðað.Aðvörunarskilti á bílastæðinu við bæinn Grund brýnir fyrir ferðamönnum á fjórum tungumálum að gæta ítrustu varkárni. Stuðlagil er beint fyrir neðan.Mynd/Stefanía Katrín Karlsdóttir.Stuðlabergsveggirnir þar eru sennilega einhverjir þeir mestu hérlendis, þeir teygja sig yfir þrjúhundruð metra kafla og eru allt að þrjátíu metra háir. Það var hins vegar ekki fyrr en Jökla var stífluð við Kárahnjúka sem neðri hluti stuðlabergsins fór að sjást. „Náttúran og gilið er mjög stórfenglegt sem kemur í ljós þegar jökulvatnið er farið. Þá bætast við hér margir metrar sem voru á kafi í jökulvatni allt sumarið og þar er ótrúleg náttúrufegurð,“ segir Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, en bærinn er um fimm kílómetrum neðan Stuðlagils.Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Stuðlabergsstapinn Kerling þykir einna magnaðastur en hann fór stundum alveg á kaf á sumrin áður en áin var beisluð. Á samfélagssíðum má sjá að erlendir ferðamenn eru farnir að flokka Stuðlagil meðal helstu djásna Íslands. „Þeir eru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega mjög fallegt land,“ segir Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli. Ferðamenn séu að uppgötva svæðið. „Og þeir eru ólmir í að skoða það.“Jenný Hekla Örvar, bóndi á Klausturseli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Nýja bílastæðið er á vesturbakkanum við bæinn Grund, eða norðanmegin, eins og heimamenn segja, og þaðan er einfaldast að nálgast gilið, enda stæðið beint fyrir ofan það. Sumir kjósa þó að sjá gilið frá austurbakkanum og fara þá yfir brúna hjá Klausturseli. Leiðin austanmegin kallar á mun tímafrekari göngu auk þess sem vaða þarf tvær ár. „Héðan ganga menn. Ég hugsa að það séu einhver hundruð manns sem séu búnir að ganga þetta í vor héðan frá brúnni og inn í þetta gil, sem eru fimm kílómetrar hvora leið,“ segir Aðalsteinn á Klausturseli.Stuðlabergsveggirnir eru allt að 30 metra háir og teygja sig yfir 300 metra kafla í gljúfrinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann vonast hins vegar til að fyrirhuguð lagfæring á línuvegi vegna háspennulínu stytti gönguna um helming og auðveldi ferðafólki að sjá Stuðlagil. „Það eykur möguleika til þess að skoða þetta gil. Það er svona verið að bíða eftir því að þessi vegur verði lagaður og slá þarna tvær flugur í einu höggi,“ segir Aðalsteinn.Stuðlagil er á Efri-Jökuldal við bæinn Grund, um 70 kílómetra frá Egilsstöðum. Frá hringveginum við Skjöldólfsstaði er um 20 kílómetra vegalengd að Stuðlagili.Grafík/Tótla.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Stuðlagili með drónamyndum Arnars Halldórssonar kvikmyndatökumanns:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15