Lífið

Segir erfitt að takast á við grimmdina í kjölfar níðyrðis um Ivönku Trump

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Samantha Bee stýrir þættinum Full Frontal þar sem hún fjallar á hispurslausan og gagnrýninn hátt um stjórnmál og málefni líðandi stundar.
Samantha Bee stýrir þættinum Full Frontal þar sem hún fjallar á hispurslausan og gagnrýninn hátt um stjórnmál og málefni líðandi stundar. Skjáskot/Youtube
Spjallþáttastjórnandinn Samantha Bee segir að erfitt hafi verið að takast á við harða gagnrýni sem hún hlaut eftir að hafa kallað Ivönku Trump, athafnakonu og dóttur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „gagnslausa tussu“ í þætti sínum Full Frontal í lok maí síðastliðnum.

Bee kom inn á atvikið og gagnrýni sem hún varð fyrir í kjölfar þess í viðtali við The Hollywood Reporter.

„Þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég hef verið að hugsa mikið um það. Við skipulögðum frí 4. júlí og tíminn var notaður til íhugunar,“ sagði Bee.

„Á þessum tímapunkti hafði ég aldrei fundið áður fyrir þessu stiig grimmdar, en ég geri ráð fyrir því að ég muni ganga í gegnum það aftur. Kannski verð ég betur undirbúin næst. Mér finnst við hafa afgreitt þetta vel en þetta var erfiður skóli.“

Sjá einnig: Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne

Bee gaf tvisvar út formlega afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna um Ivönku Trump, eina á Twitter og hina í þættinum. Tilefni ummælanna var mynd, sem Ivanka birti af sér og tveggja ára syni sínum á sama tíma og yfirvöld í Bandaríkjunum stóðu að aðskilnaði innflytjendafjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna.

Málið reitti m.a. föður Ivönku, Donald Trump Bandaríkjaforseta, til reiði og kallaði hann eftir því að Full Frontal, þáttur hinnar „hæfileikalausu Samönthu Bee“, yrði tekinn af dagskrá.


Tengdar fréttir

Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.