Fótbolti

Rekinn heim eftir fyrsta leik en gæti fengið HM gull

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kalinic leikur með AC Milan
Kalinic leikur með AC Milan Vísir/Getty
Króatar hafa ekki ákveðið hvort Nikola Kalinic fái verðlaunapening fyrir framlag hans á HM í Rússlandi. Króatar munu fá gull- eða silfurverðlaun á morgun, þeir mæta Frökkum í úrslitaleiknum.

Kalinic var í upprunalega 23 manna landsliðshópi Króatíu sem mætti til leiks á mótinu. Hann var hins vegar sendur heim eftir fyrsta leik Króata á HM gegn Nígeríu því hann neitaði að koma inn á undir lok leiksins.

Samkvæmt reglum FIFA á Kalinic rétt á verðlaunapening þar sem hann var í formlegum, opinberum leikmannahópi Króata. Króatíska sambandið hefur hins vegar ekki ákveðið hvort hann fái pening.

„Leikmennirnir fá að ákveða það,“ sagði talsmaður króatíska sambandsins við ESPN.

Króatar tóku ekki inn leikmann fyrir Kalinic heldur spiluðu þeir aðeins á 22 mönnum það sem eftir var í mótinu.

Úrslitaleikur Króatíu og Frakklands fer fram í Moskvu á morgun. Hann hefst klukkan 15:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Kalinic rekinn heim til Króatíu

Nikola Kalinic hefur verið vikið úr HM hóp Króata eftir meiðslavandræði og ósætti við landsliðsþjálfarann Zlatko Dalic. Þetta staðfestu Króatar á fréttamannafundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×