HK aftur á toppinn eftir öruggan sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 21:15 Brynjar Jónasson skoraði fyrsta mark HK vísir/eyþór HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Fótbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fótbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira