Hetjusaga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:00 Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun