Gígabæti af veðurfréttum Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Veður Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar