„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2018 13:18 Druslugangan er árviss viðburður. ÞORRI LÍNDAL GUÐNASON Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. Gangan er haldin í áttunda skipti í dag en gengið verður frá Hallgrímskirkju. Konur sem hafa kært lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi lýsa reynslu sinni í ræðum á Austurvelli. Druslugangan hefst klukkan tvö í dag og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endar á Austurvelli. Ása Kristín Einarsdóttir ein af skipuleggjendum segir að í ár séu skilaboðin þau að allir geti orðið fyrir kynferðisofbeldi og geti tekið þátt í göngunni. Hún býst við mörg þúsund manns en fjölgað hafi í göngunni ár frá ári. „Undanfarin ár hafa alltaf verið ákveðin þemu í Druslugöngunni. Í fyrra var stafrænt kynferðisofbeldi, við höfum tekið fyrir ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna, ofbeldi gegn karlmönnum en í ár ætluðum við, í ljósi umræðunnar undanfarinna ára, að hafa alla með. Áherslan er að Druslugangan er fyrir alla. Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi og það þurfa allir að finna þetta bakland og finna fyrir stuðningnum sem Druslugangan gefur. Eftir að göngunni lýkur tekur við dagskrá á Austurvelli þar sem þolendur kynferðisofbeldis segja frá reynslu sinni. Ása segir að í ræðum komi fram sú þrautaganga sem kynferðisofbeldið sé en líka að hægt sé að vinna sig út úr ofbeldinu og skila skömminni. „Þær Koma Kiana [Sif Limehouse] og Helga [Elín Herleifsdóttir] sem sýna opnu sárin, hvernig þetta er í byrjun. Þetta er erfitt og þetta er sárt og svo koma konur frá Stígamótum sem eru í miðju ferli að vinna í sínum málum og að skila sinni skömm og eignast sig sjálfar aftur og svo kemur María Rut og sýnir okkur hvernig ljósið við enda gangsins er og lokar hringnum því þetta er ekki endalaust og eilíf barátta og þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu. Tengdar fréttir Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. 27. júlí 2018 15:40 Vilja fá alla með Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo 23. júlí 2018 08:00 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. Gangan er haldin í áttunda skipti í dag en gengið verður frá Hallgrímskirkju. Konur sem hafa kært lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi lýsa reynslu sinni í ræðum á Austurvelli. Druslugangan hefst klukkan tvö í dag og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endar á Austurvelli. Ása Kristín Einarsdóttir ein af skipuleggjendum segir að í ár séu skilaboðin þau að allir geti orðið fyrir kynferðisofbeldi og geti tekið þátt í göngunni. Hún býst við mörg þúsund manns en fjölgað hafi í göngunni ár frá ári. „Undanfarin ár hafa alltaf verið ákveðin þemu í Druslugöngunni. Í fyrra var stafrænt kynferðisofbeldi, við höfum tekið fyrir ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna, ofbeldi gegn karlmönnum en í ár ætluðum við, í ljósi umræðunnar undanfarinna ára, að hafa alla með. Áherslan er að Druslugangan er fyrir alla. Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi og það þurfa allir að finna þetta bakland og finna fyrir stuðningnum sem Druslugangan gefur. Eftir að göngunni lýkur tekur við dagskrá á Austurvelli þar sem þolendur kynferðisofbeldis segja frá reynslu sinni. Ása segir að í ræðum komi fram sú þrautaganga sem kynferðisofbeldið sé en líka að hægt sé að vinna sig út úr ofbeldinu og skila skömminni. „Þær Koma Kiana [Sif Limehouse] og Helga [Elín Herleifsdóttir] sem sýna opnu sárin, hvernig þetta er í byrjun. Þetta er erfitt og þetta er sárt og svo koma konur frá Stígamótum sem eru í miðju ferli að vinna í sínum málum og að skila sinni skömm og eignast sig sjálfar aftur og svo kemur María Rut og sýnir okkur hvernig ljósið við enda gangsins er og lokar hringnum því þetta er ekki endalaust og eilíf barátta og þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu.
Tengdar fréttir Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. 27. júlí 2018 15:40 Vilja fá alla með Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo 23. júlí 2018 08:00 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Ráðamenn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar Ráðherrar, Alþingismenn, lögreglufulltrúar og forsetinn fá sérstakt boðskort frá aðstandendum Druslugöngunnar sem fer fram á Laugardaginn næsta klukkan 14.00. 27. júlí 2018 15:40
Vilja fá alla með Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo 23. júlí 2018 08:00
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21