40 árum seinna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. júlí 2018 10:00 Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester. Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástarsaga átti sér stað. Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísindasögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarna áratugi, og er í dag samheiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingar. Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið 1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar. Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjölskyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin, sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega eða félagslega ófrjósemi. Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skilningur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn. Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á endanum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjárfesting og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa meðferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur verðmiði á það að vera foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester. Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástarsaga átti sér stað. Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísindasögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarna áratugi, og er í dag samheiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingar. Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið 1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar. Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjölskyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin, sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega eða félagslega ófrjósemi. Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skilningur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn. Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á endanum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjárfesting og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa meðferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur verðmiði á það að vera foreldri.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun