Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2018 16:02 Presturinn Andrew Brunson hefur setið í fangelsi í Tyrklandi í eitt og hálft ár. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira