Logið til um orkumálapakka Evrópusambandsins á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar