Af þeim Slash og sléttbak Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar