Gelson Martins til Atletico Madrid Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júlí 2018 11:30 Gelson Martins lék með Portúgal á HM í Rússlandi Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30
Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04