Eru víkingar að verða væluskjóður? Geir Finnsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun