Hvíta húsið hættir að tilkynna um símtöl Trumps og erlendra leiðtoga Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:48 Trump ræddi við Erdogan, forseta Tyrklands, símleiðis fyrir skömmu. Hvíta húsið greindi ekki frá símtalinu fyrr en fjallað var um það í erlendum fjölmiðlum. Vísir/Getty Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30