Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2018 13:00 Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Strætó bs. Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld. Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld.
Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30
Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24
Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00