Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2018 15:00 Fulltrúar minnihlutans telja eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. „Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“ Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Við lítum þennan dóm grafalvarlegum augum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, og vísar hún í nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn borginni en þar var felld úr gildi skrifleg áminning sem skrifstofustjóri borgarinnar veitti þáverandi fjármálastjóra og skal borgin samkvæmt dómnum greiða alls um eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.Sjá einnig:„Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Dómurinn var til umræðu á borgarráðsfundi í liðinni viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tvær bókanir í tengslum við umræðuna og segja þar eineltismenningu ríkja í ráðhúsinu. Kolbrún segir að það hafi farið um hana við að lesa dóminn. „Maður er hálf gáttaður á að þetta hafi fengist þrifist innan ráðhússins.“ Ekki sé dómurinn einn vitnisburður um það, vísar hún einnig í fyrsta borgarstjórnarfund tímabilsins sem rataði í fréttir fyrir ýmsar sakir. Þá nefnir hún bókun Kjartans Magnússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá því á síðasta kjörtímabili þar sem hann nefnir slæma framkomu í sinn garð.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, finnur fyrir því að allir í borgarstjórn eru sammála um að byggja upp góðan starfsanda.Hún finnur fyrir því að allir í borgarstjórn séu á sama máli um að byggja þurfi upp góðan starfsanda. „Við getum auðvitað tekist á og deilt okkar á milli og hvaðeina en höldum persónu hvors annars fyrir utan þetta,“ segir Kolbrún. „Hæðni, spott og fliss og þegar verið er að ranghvolfa augum framan í mann og sýna einhver svipbrigði er leiðinlegt og setur mann út af laginu.“ Kolbrún hefur lagt fram í borgarráði og forsætisnefnd drög að samskiptareglum fyrir borgarfulltrúa. Þar má meðal annrs finna atriði á borð við að ekki megi baktala eða hæðast að borgarfulltrúm, grípa fram í eða sýna hroka. Tillöguni var hafnað í borgarráði en vísað í vinnu um endurskoðun siðareglur borgarstjórnar af forsætisnefnd borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutans telja að siðareglur borgarfulltrúa taki á sömu þáttum og samskiptareglur. „Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna líta svo á að siðareglur borgarfulltrúa haldi utan um það hvernig ætlast er til að borgarfulltrúar hegði sér í samstarfi sín á milli. Siðareglur verða í haust uppfærðar í samvinnu allra borgarfulltrúa. Fyrr á fundinum var ákveðið að skipa stýrihóp um endurskoðun gildandi stefnumótunar gegn einelti og áreitni á starfsstöðum Reykjavíkurborgar og gefst þar tækifæri til að fara yfir stefnu Reykjavíkurborgar í þeim málum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna. Kolbrún er því ekki sammála og telur að ítarlegar samskiptareglur þurfi samhliða siðareglum. „Það þarf bara að hafa þetta mjög skýrt hvaða hegðun og framkoma er ekki liðin.“
Tengdar fréttir Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45 Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05
Bókað í bak og fyrir á fyrsta fundi nýs borgarráðs Líf og fjör var á fyrsta fundi nýs borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Alls var lögð fram 21 bókun á fundinum vegna hinna ýmsu mála. 29. júní 2018 11:45
Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Marta Guðjónsdóttir baðst afsökunar í dag á máli sem hún segir að kenna megi við storm í vatnsglasi. 20. júlí 2018 22:49