40 jarðir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skipulag Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar