Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2018 11:09 Kolbrún Baldursdóttir telur að skoða eigi af fullri alvöru að flytja inn eistnesk timburhús. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22