Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra.
Í öðru málinu var hvolpur tekinn af umráðamanni eftir að ábending barst lögreglu um að hvolpurinn hefði verið skilinn eftir einn heima í lengri tíma við óviðunandi aðstæður.
Í hinu málinu var síðan um að ræða tvær hryssur, önnur með folaldi og hin fylfull, sem haldnar voru í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Hafði kröfum um úrbætur ekki verið sinnt.
Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent


Barn á öðru aldursári lést
Innlent




Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent