Öryrkjar borga mun meira en áður Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Emil Thoroddsen skrifar 20. júlí 2018 07:00 Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar