Íslenski boltinn

HK fær Zeiko lánaðan frá FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar og Zeiko í kvöld.
Brynjar og Zeiko í kvöld. mynd/twitter-síða HK
HK hefur fengið Zeiko Lewis á láni frá FH út leiktíðina en þetta staðfestir toppliðið í Inkasso-deildinni á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Zeiko gekk í raðir FH fyrir tímabilið en hefur ekki fundið sig í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Hann hefur komið við sögu í átta leikjum fyrir FH á tímabilinu.

Bermúda-maðurinn ætti þó að styrkja toppliðið í Inkasso-deildinni með hraða sínum og krafti en HK er eins og er í bílstjórasætinu að komast upp í Pepsi-deildina.

Þeir eru með 29 stig eftir þrettán leiki en fast á hæla þeirra koma ÍA (27 stig), Víkingur Ólafsvík (27 stig) og Þór (26 stig). Níu leikir eru eftir af mótinu.

Zeiko gæti leikið sinn fyrsta leik annað kvöld er HK heimsækir fallbaráttulið Selfyssinga sem eru komnir með Dean Martin í brúnna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×