Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 14:17 Kardínálinn Ricardo Ezzati Andrello, hefur verið sakaður um að hylma yfir barnaníð. Vísir/AP Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig. Chile Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig.
Chile Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira