Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 14:17 Kardínálinn Ricardo Ezzati Andrello, hefur verið sakaður um að hylma yfir barnaníð. Vísir/AP Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig. Chile Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig.
Chile Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira