Íslenska sundknattleiksdrottningin rétt missti af EM-gullinu í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 14:30 Kristín Krisúla Tsoukala með boltann í leik á EM. Vísir/Getty Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta. Aðrar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira