Íslenska sundknattleiksdrottningin rétt missti af EM-gullinu í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 14:30 Kristín Krisúla Tsoukala með boltann í leik á EM. Vísir/Getty Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta. Aðrar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sjá meira
Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sjá meira